Bláberjaskyrkjáni

08/11/2012

Eftirréttir

Ég ætlaði að gera dálítið vel við okkur hjónin um síðustu helgi og gera desert til að borða eftir matinn aldrei þessu vant. Þegar ég rak svo augun í ekta íslenskt skyr.is í búðinni þá fékk ég gríðarlega löngun í eitthvað úr skyri og bláberjum svo ég ákvað að gera skyrtertu. Ég endaði reyndar á að bera þetta fram í glösum og þetta varð meira í líkingu við “fool” heldur en skyrtertu en samt með kexbotni. Þetta er því einhverskonar íslenskur skyrkjáni :) Rosa gott!

Það er önnur saga að það var ekkert pláss fyrir desertinn eftir matinn svo við enduðum á því að borða hann í morgunmat! Kannski frekar undarlegur morgunmatur en við réttlættum það með því að við værum í raun bara að borða skyr og bláber ;)

Bláberjaskyrkjáni
Fyrir 2-3

170 g bláber + 3 msk til að setja á toppinn
1/2 msk agave sýróp/hlynsýróp
30 g smjör
5-8 kexkökur
175 ml rjómi
1 lítil vanilluskyrdós
2 tsk vanilluessens/vanilludropar

Setjið bláberin og sýrópið í lítinn pott og hitið þar til bláberin eru farin að brotna niður en halda þó lögun sinni að mestu. Blandan ætti að verða nokkuð blaut. Leyfið blöndunni að kólna.

Bræðið smjörið og setjið svo í matvinnsluvél ásamt kexinu (eða steytið saman í mortéli). Setjið kexblönduna í botninn á glærum glösum sem bera á réttinn fram í.

Þeytið rjómann nokkuð vel og blandið svo skyri og vanilluessens varlega saman við án þess að berja allt loft úr rjómanum. Blandið kaldri berjablöndunni mjög létt saman við án þess að öll blandan verði einsleit. Þetta ætti að vera nokkuð hvít blanda með bleikum rákum.

Skiptið skyrblöndunni á milli glasanna og dreifið ferskum bláberjum yfir.

Athugasemdir:

Ég notaði átta stykki af þunnu möndlukexi. Ef kexið er þykkara þá þarf minna af því en magnið þarf ekki að vera svo nákvæmt. Aðalatriðið er að kexblandan límist aðeins saman án þess að verða að klessu. Það er örugglega líka gott að nota graham kex eða eitthvað annað frekar látlaust kex.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Bláberjaskyrkjáni”

 1. Krissa Says:

  Óóó svo girnilegt! Og skyr’terta’ í glösum er æði – auðveldara, fljótlegra og enn auðveldara að borða (ekkert að skera sneiðar, reyna að ná úr forminu o.s.frv.).

  Hrikalega er ég ánægð með að það sé að koma helgi, þá verður nægur tími til að dúlla sér við svona víjjj :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já mér finnst einmitt alveg glatað að reyna að veiða skyrtertu upp á disk! Ég held líka að flestir séu í raun fegnir að fá bara fyrirfram skammtaðan mátulega stóran desert því þá er búið að taka í burtu freistinguna að troða sig út af honum :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: