Chili

06/11/2012

Aðalréttir

Eins og ég minntist á um daginn þá gerði kuldakast hérna í sumarlandinu sem gladdi mig ósegjanlega mikið. Þó það væri ekki alveg svo gott að ég gæti dregið fram elsku svörtu sokkabuxurnar þá gat ég allavega klætt mig aðeins meira og hafði líka ansi góða afsökun fyrir því að elda haustmat sem hlýjar að innan. Mig hefur lengi langað til að prófa að gera alvöru chili svo ég notaði tækifærið í kuldanum.

Þegar ég hugsa um chili con carne þá dettur mér í hug hakk með nýrnabaunum en þetta chili er er svo miklu meira. Það er kröftugt og bragðmikið og hlýjar manni undir eins. Eina vandamálið við að leika þennan rétt eftir á Íslandi er að ég efast um að hægt sé að fá þurrkaðan ancho chili en hann gæti þó mögulega fengist mulinn. Í staðinn myndi ég nota smáræði af venjulegum þurrkuðum chili (passið ykkur samt því hann er sterkur!) í bland við mildan ferskan chili.

Chili
Handa 4-6

2 þurrkaðir ancho chili
750 g nautagúllas
2 msk olía
1 bolli vatn
4 teningar af nautakjötskrafti
2 msk tómatmauk
1 tsk ansjósumauk eða 2 ansjósuflök (má sleppa)
1 tsk dökkt kakó
1 msk cumin
1 tsk kóreander (kryddið, ekki ferskur)
1/2 tsk negull
1 stór laukur, smátt saxaður
5 stór hvítlauksrif, smátt söxuð
1 mildur ferskur chili, smátt saxaður
330 ml dökkur bjór (ég notaði stout)
3 lárviðarlauf
1/4 bolli hvítvínsedik
400 g dós niðursoðnir tómatar
400 g dós nýrnabaunir

Hitið stóran pott (með engri olíu) og steikið svo þurrkaðan chili í nokkrar mínútur eða þar til hann er farinn að gefa frá sér lykt. Setjið chili til hliðar.

Skerið nautagúllas eins smátt og þið nennið, án þess þó að hakka það. Setjið 1 msk af olíu í pottinn sem notaður var til að steikja chili og brúnið kjötið í tveimur skömmtum. Það er mjög mikilvægt að setja ekki allt kjötið í pottinn í einu því þá mun það ekki brúnast almennilega. Setjið kjötið til hliðar.

Setjið vatn og nautakjötskraft í pottinn og hitið að suðu. Skrapið botninn á pottinum vel til að ná öllu brúnuðu kjöti með í vökvann (þar er allt góða bragðið!). Setjið þurrkaðan chili aftur út í og leyfið að malla í 5 mínútur eða þar til chili-inn er farinn að mýkjast.

Setjið vökvann og chili í blandara eða matvinnsluvél ásamt tómatmauki, ansjósumauki (ef notað), kakói, cumin, kóreander og negul. Blandið vel eða þar til allt er orðið að mauki.

Hitið 1 msk af olíu í pottinum og steikið svo laukinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur.  Bætið hvítlauk og ferskum chili út í og steikið í smá stund. Bætið chili maukinu úr blandaranum út í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

Bætið nautakjöti, bjór, lárviðarlaufum, hvítvínsediki, niðursoðnum tómötum og nýrnabaunum saman við. Leyfið þessu að malla við mjög vægan hita í 2-3 tíma.

Ég bar þetta fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og vorlauk en einnig mætti hafa avocado, ferskan chili, ferskan kóreander eða nachos með.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: