Fimm hlutir sem gleðja mig

01/11/2012

Daglegt líf

1. Meistaramánuðurinn er búinn! Ég er svo sem ekkert endilega ánægð með að hann sé búinn heldur meira að ég skyldi hafa náð helstu markmiðunum. Ég stóð mig kannski ekki svo vel í blogghlutanum en hvað mataræði og hreyfingu varðar þá stóð ég mig algjörlega. Ég missti úr tvo hjólatúra, einn vegna þess að hjólið var bilað og annan vegna þess að það var fellibylur en annars svindlaði ég ekkert. Það er bara dálítið erfitt að hjóla í fellibyl. Ég kláraði 30 day shred með glans og það besta er að ég er farin að hlaupa aftur. Ég setti mér það markmið að enda mánuðinn á að hlaupa 5 km yfir stóru brúna frá eyjunni yfir á landið sem var hlægileg tilhugsun í byrjun en á þriðjudaginn gerði ég það nú samt og það á besta meðalhraða mánaðarins. Ég hljóp svo aftur yfir hana í morgun :) Ég er ótrúlega ánægð með að hafa tekið þátt í meistaramánuði og að hafa sett mér markmið sem ég stóð svo við.

2. Ég er ástfangin af nýja úrinu mínu. Mig er búið að langa svo lengi í svona stórt koparlitað úr en hef aldrei fundið úr í rétta litnum sem var ekki að drukkna í gervidemöntum og kostaði ekki allt of mikið. Við fórum svo í mollið um síðustu helgi að ganga frá hrekkjavökubúningunum okkar og þar sá ég þetta dásamlega úr sem ég féll alveg fyrir. Af því Gunnar frekar ýtir undir kaupsýkina í mér heldur en hitt þá var úrið keypt á staðnum og ég rétt tími að taka það af mér á meðan ég sef.

3. Hrekkjavakan gladdi mig alveg endalaust mikið. Við fórum í hrekkjavökuboð á sunnudaginn þar sem var hlaðborð af ógnvekjandi en gómsætum veitingum og kvöldið endaði svo á því að við skárum út grasker sem við tókum með okkur heim. Í gær, á hrekkjavökunni sjálfri, var svo aðalfjörið en þá voru krakkarnir að “trick or treata”. Við bjuggumst ekki við mörgum krökkum en það var svo alveg brjálað að gera hjá okkur. Það komu örugglega yfir 60 krakkar og þau voru hvert öðru sætara. Krúttlegust var fimm ára stelpan sem kom fyrst og var bleik mús en fyndnastur var 12 ára strákurinn sem var hipster :)

4. Það er farið að kólna. Hallelúja. Ég veit að þetta mætir nákvæmlega engum skilningi heima á Íslandi þar sem geisar fárviðri í augnablikinu en ég er komin með svo leið á þessum kæfandi hita sem hefur verið hérna í allt sumar. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað það er þreytandi að hafa 35° hita og 70% raka í fjóra mánuði. Þá vil ég nú frekar snjókomu! Blessunin hún Sandy hafði það hins vegar í för með sér að hitastigið hérna féll allsvakalega um helgina og þessa viku hefur verið 8-11 stiga hiti á morgnana. Um miðjan daginn er hitinn svo kominn rétt yfir 20 stig og það er fullkomið hitastig fyrir mig. Það var meira að segja svo kalt í gær að ég eldaði chili (en ég segi ykkur betur frá því á morgun).

5. Tvær matreiðslubækur sem ég er búin að bíða eftir allan mánuðinn komu loksins út í fyrradag og koma hingað til mín seinni partinn með UPS trukknum. Fyrri bókin er frá henni Deb í Smitten Kitchen en hún er ein af uppáhalds bloggurunum mínum (og án efa sú áreiðanlegasta þegar kemur að uppskriftum). Ég er alveg viss um að bókin verður frábær. Seinni bókin er svo nýjasta bókin hennar Inu Garten, Barefoot Contessa Foolproof. Food network sýnir tvo þætti með henni Inu á hverjum einasta degi milli fjögur og fimm og ég horfi eiginlega alltaf á þá. Ina er drottning matreiðsluþáttanna. Það vill svo skemmtilega til að ég verð ein heima fram eftir kvöldi svo ég hef nægan tíma til að fletta nýju bókunum mínum :)

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

 1. Nanna Says:

  Ég get ekki beðið eftir að komast aftur út og stór hluti af því er til að panta Smitten Kitchen bókina og byrja að elda upp úr henni :) Til hamingju með bókina og betra veður!

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já bókin lítur alveg æðislega út við fyrstu sýn :) Já og þó ég sakni Íslands þá er ég pínu fegin að vera hérna í blíðunni í dag!

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: