Key West

19/10/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Ég er nú satt að segja ekki alveg að standa mig nógu vel í blogghliðinni á meistaramánuðinum enda er komin heil vika síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Ég lofa samt að ég er búin að standa mig rosalega vel í hreyfingunni og mataræðinu og er ekkert smá stolt af mér fyrir dugnaðinn. Þetta hljómar allt svo auðvelt en ég þarf stundum að taka á öllum mínu til að pína mig út að hlaupa klukkan sjö á morgnana svo ég tali nú ekki um hvað það er erfitt að standast ískaldan bjór þegar allir aðrir eru að fá sér! Úff.

Já en mamma og pabbi eru sem sagt enn í heimsókn svo ég hef notað tímann eftir vinnu frekar í það að vera með þeim heldur en að skrifa eitthvað svo það er nú ástæðan fyrir það hefur lítið heyrst í mér. Við fórum til Key West um síðustu helgi sem var alveg frekar mikill akstur en alveg rosalega skemmtilegt svo ég sýni ykkur kannski bara svolítið frá því.

Gunnar kjánaðist auðvitað eins og svo oft áður :)

Við borðuðum auðvitað og drukkum mikið gott. Það er ansi fínt þegar hótelið er með ókeypis drykki í klukkutíma á hverjum degi! Á laugardagskvöldinu fórum við svo á æðislegan tapasstað þar sem við fengum rosalega góðan mat og ég fékk þessa líka fínu sangriu sem sést þarna.

Við tókum svo smá krók á bakaleiðinni til að borða á Alabama Jack’s sem er gamall biker staður sem er gjörsamlega “in the middle of nowhere” á gamla veginum frá meginlandinu út á Keys. Þar er allur matur djúpsteiktur og ég fékk svakalegustu conch fritters sem ég hef á ævi minni séð.

Þetta var bara alveg frábær helgi. Við ætlum að taka því frekar rólega um þessa helgi en ætlum þó að skreppa í dagsferð til Miami. Það er eiginlega alveg ómögulegt að mamma og pabbi séu komin alla þessa leið og sjái svo ekki South Beach :)

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Key West”

  1. heida Says:

    Þetta lítur allt svo frábærlega út :D

    Ég hlakka svo óendanlega mikið til um áramótin (og Sigga hlakkar líka óendanlega mikið til) Þetta er alveg það sem eina sem kemur okkur fram úr á morgnanna þessa dagana :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: