Fimm hlutir sem gleðja mig

12/10/2012

Daglegt líf

1. Mamma og pabbi eru komin í heimsókn! Mér finnst það bara nákvæmlega ekkert leiðinlegt :) Við ætlum til Key West um helgina sem verður heldur ekkert mjög leiðinlegt. Jeminn hvað ég elska Key West. Að sjálfsögðu gistum við á Duval Inn eins og alltaf.

2. Ég er með reiðstígvél á heilanum og mig langar alveg rosalega í svoleiðis. Nánar tiltekið þessi ótrúlega fullkomnu reiðstígvél. Vandamálið er að ég bý í Flórída og myndi því ekki geta notað þau neitt fyrr en ég kem heim um jólin. Það væri allt í lagi ef ég ætlaði ekki að stoppa á Íslandi í tæpar tvær vikur og hefði ekki keypt tvö sköpór í San Francisco sem ég get bara notað á Íslandi. Vandamál?

3. Sharon Van Etten. Ég verð í alvörunni að fara að hlusta á einhverja aðra plötu áður en þetta verður vandamál.

4. Grasker. Þau eru út um allt! Nú er komið “haust” hérna (ég set það innan gæsalappa því þetta er ekki eins og neitt haust sem ég hef upplifað) og það er ekki þverfótað fyrir graskerjum. Mig langar pínu til að kaupa nokkur lítil skrautgrasker og setja í skál.

5. Okkur er boðið í hrekkjavökupartý! Mér finnst það pínu skemmtilegt svona í ljósi þess að við erum í Ameríkunni þar sem hrekkjavakan er virkilega eitthvað thing. Nú er bara spurning hvað ég á að vera því búningar eru skylda :)

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

8 Comments on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

 1. Heida Says:

  Þessi stígvél eru alveg to die for og ég myndi segja að þetta væri fjárfesting því þú getur notað þau alla ævi og ef þú færð þér þau ekki þá áttu eftir að vera ennþá að hugsa um þau og sjá eftir þeim eftir þrjátíu ár ;)

  Reply

 2. Nanna Says:

  Þetta eru svo skemmtilegar færslur hjá þér!

  Og núna sakna ég bandaríska haustsins með öllum graskerjunum, laufskrúðinu (í New York) og ótrúlegustu stelpubúningunum á Hrekkjavökunni sem spannar allt litróf þess sem hægt er að gera “sexí”. (Sjá þetta )

  Reply

 3. Krissa Says:

  Sexy melóna? Ó mæ!

  En reiðstígvélin eru flott og foreldrarnir æði. Key West verður unaður. Vonandi nærðu að sannfæra V&Þ um ágæti ammríkunnar ;) Ég hugsa til ykkar, sólarinnar, turquoise-litaða sjósins og unaðsgóða matarins.

  Reply

 4. Krissa Says:

  Og já, undir hvaða steini hef ég verið að fela mig? Þessi Sharon Van Etten er nú ekki slæm…

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: