Asískt kjúklingasalat

Meistaramánuðurinn flýgur áfram og hefur hingað til gengið alveg æðislega vel. Ég hef hlaupið eða hjólað alla virka daga og tekið 30 day shred á hverjum einasta degi þó mig langi stundum að grenja undan því. Við höfum líka borðað mikið léttari mat dagsdaglega sem gerir helgarsteikina satt að segja miklu betri á bragðið :) Árangurinn er rétt að byrja að koma í ljós, ég er þolmeiri og stefni í Stjána bláa upphandleggi eftir allar armbeygjurnar! Ekkert nema gott um það að segja.

Í gærkvöldi gerði ég þetta létta kjúklingasalat sem er dálítið asískt þó ég geti ekki beint sagt hvaðan í Asíu það ætti að koma. Okkur fannst þetta rosalega gott og þótti frekar sárt að henda afganginum í ruslið en svona salat geymist því miður ekki mjög vel.

Asískt kjúklingasalat
Fyrir 3

6 kjúklingalæri, úrbeinuð (eða annað kjúklingakjöt)
4 limelauf (má sleppa)
200 g gulrætur (2-3 eftir stærð)
1 gúrka
3 vorlaukar
1 paprika
2 lime, börkur + safi
1/3 bolli fersk mynta
2/3 bolli ferskur kóreander
1 msk fiskisósa
2 msk sojasósa (ég notaði tamari)
1 msk agave sýróp/hunang

Hálffyllið meðalstóran pott af vatni og setjið limelaufin út í (ef notuð). Hitið vatnið að suðu. Úrbeinið kjúklingalærin og skerið þau í strimla. Setjið kjúklingastrimlana út í sjóðandi vatnið og sjóðið í 5-7 mínútur eða þar til þeir eru gegneldaðir. Takið kjúklingastrimlana úr vatninu þegar þeir eru eldaðir og kælið.

Skerið gulrætur, gúrku, vorlauka og papriku í nokkurnveginn jafnstóra strimla og setjið í stóra skál. Rífið limebörk yfir. Bætið kjúklingastrimlunum saman við.

Saxið myntu og kórender smátt og setjið saman við.

Blandið limesafa, fiskisósu, sojasósu og agave/hunangi saman og hellið svo í skálina.

Blandið öllu vel saman og berið strax fram.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: