Meistaramánuður

02/10/2012

Daglegt líf

Í þetta sinn ætla ég ekki að tala um mat heldur meistaramánuðinn sem hófst í gær. Ég ætla sem sagt að taka þátt í fyrsta sinn og er búin að setja mér markmið fyrir mánuðinn. Ég ætla að opinbera þau hérna og læt svo vita hvernig gengur vikulega í þeirri von um að það haldi mér við efnið. Ég er reyndar alveg fáránleg þegar kemur að því að fylgja svona plönum eftir þar sem ég vil ekki valda sjálfri mér vonbrigðum og þarf nánast að veikjast til að bregða út af þeim. Ég er þess vegna frekar bjartsýn á að mér takist að halda þetta út :)

Markmiðin eru:

 • Út að hlaupa mánudaga, miðvikudaga og föstudaga þó það sé 24°C og 90% raki strax klukkan 7 þegar það birtir. Úff.
 • Út að hjóla þriðjudaga og fimmtudaga.
 • Gera 30 day shred æfingaprógramið á hverjum einasta degi (líka um helgar) eins og til er ætlast.
 • Hollur matur og minni matarskammtar alla daga en má leyfa mér eitthvað aðeins extra á föstudags- og laugardagskvöldum.
 • Ekkert áfengi nema á föstudags- og laugardagskvöldum og þá mjög hóflegt magn.
 • Standa upp frá tölvunni ekki seinna en klukkutíma eftir að vinnudeginum lýkur nema eitthvað sérstakt sé í gangi sem krefst þess að ég þurfi að vinna frameftir.
 • Fara í göngutúr að kvöldi a.m.k. einu sinni í viku.
 • Skrifa a.m.k. tvær færslur á viku bæði á þessa síðu og á toppfimm.
 • Klára að lesa The Omnivore’s Dilemma.

Þetta byrjar ágætlega hjá mér en ég tók reyndar smá forskot á “sæluna” og byrjaði að taka hreyfingu og mataræði föstum tökum í síðustu viku. Ég fór út að hlaupa í gær, út að hjóla í dag og tók 30 day shred báða dagana. Ég er reyndar frekar uppgefin en það er nú annað mál :) Mataræðið er búið að vera fínt þó dagurinn í dag verði kannski pínu undantekning af því Gunnar á afmæli og er búinn að panta heimagerða pizzu í matinn. Ég verð nú að fá að dekra pínu við afmælisbarnið :) Svo er bara að halda áfram!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Meistaramánuður”

 1. Fjóla Dögg Says:

  Töff, þú rúllar þessu upp þú stendur alltaf við svona prógrömm. En hvað er 30 day shred? Please do share :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Það hljómar frekar hallærislega en þetta er sem sagt æfingaprógram og vídjó frá Jillian Michaels (þjálfaranum úr Biggest Loser) sem gengur út að maður gerir blöndu af styrktaræfingum og cardio alveg stanslaust í 20 mínútur. Hljómar auðvelt en er alveg ferlega erfitt ef maður gefur allt í þetta og er með þung lóð. Þetta er líka keyrt svo hratt áfram að maður hefur ekki einu sinni tíma til að fá sér vatnssopa! Ég er að klára tíunda daginn á morgun og færist svo upp um stig. Mér finnst þetta fínt svona með hlaupunum og hjólinu :)

   Þetta er m.a.s. á YouTube :) http://www.youtube.com/watch?v=1Pc-NizMgg8

   Reply

 2. ingunnogsiggi Says:

  Líst rosalega vel á þetta hjá þér :) og segi það sama og Fjóla Dögg….hvað er 30 day shred?
  Hlakka til að sjá fleiri færslur :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: