Orzo með rækjum og dilli

Eins og ég minntist á síðast þá erum við hjónin að reyna að borða létt þessa dagana til að vinda aðeins ofan af skaðanum sem varð í sumarfríinu. Við erum alveg sammála um að eina leiðin til að halda þetta út sé að hafa eitthvað spennandi í matinn á hverju kvöldi í stað þess að festast í sömu réttunum. Ég get bara borðað kjúklingasalat visst mörg kvöld í röð áður en mig langar að öskra og anda svo að mér pizzu með pepperoni :) Ég var einu sinni sem oftar að horfa á hana Inu Garten á Food Network um daginn þegar hún útbjó þetta orzo með rækjum. Ég á þessa uppskrift frá henni í bókinni Barefoot Contessa At Home og hafði aldrei prófað hana en í ljósi þess að mig vantaði eitthvað ferskt og gott í matinn þá lét ég vaða! Þetta var rosalega ferskt og gott enda klikka uppskriftirnar hennar Inu sjaldnast. Orzo er mjög smágert pasta á stærð við hrísgrjón en ef það er ekki til þá má bara nota annað mjög smátt pasta.

Orzo með rækjum og dilli
Fyrir 6

350g orzo eða annað smátt pasta
Salt
Pipar
Ólífuolía
1/2 bolli sítrónusafi (u.þ.b. þrjár sítrónur)
900 g ferskar rækjur
6 vorlaukar (u.þ.b. 1 bolli), fínt saxaðir
1 bolli ferskt dill, fínt saxað
1 bolli fersk steinselja, fínt söxuð
1 agúrka, skorin í litla teninga
1/2 rauðlaukur
200 g fetaostur, í litlum teningum

Hitið ofninn í 200°C.

Hitið stóran pott af vatni að suðu, saltið vatnið vel og sjóðið orzo eftir leiðbeiningum á pakka eða þar til það er orðið al dente.

Blandið sítrónusafanum, 1/2 bolla af ólífuolíu, 2 tsk salti og 1 tsk pipar saman og hellið svo yfir pastað á meðan það er enn heitt. Það er mjög mikilvægt að gera þetta strax til að pastað dragi í sig bragðið af dressingunni.

Setjið rækjurnar á bökunarplötu, dreifið smáræði af ólífuolíu yfir og saltið og piprið. Blandið vel saman og dreifið svo rækjunum um bökunarplötuna þ.a. þær séu ekki ofan á hvorri annarri. Bakið í ofninum í 5-6 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í geng. Passið að ofelda þær ekki!

Blandið rækjunum saman við pastað og setjið svo vorlaukinn, dillið, steinseljuna og agúrkuna saman við ásamt 2 tsk af salti og 1 tsk af pipar. Blandið vel saman. Bætið fetaostinum varlega saman við.

Leyfið salatinu að standa á borðinu í 1/2-1 klst til að bragðefnin blandist vel. Berið fram við stofuhita.

Uppskriftin er úr bókinni Barefoot Contessa At Home eftir Inu Garten.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Orzo með rækjum og dilli”

 1. Rósa Says:

  Gövöð hvað ég er með slefið í munninum….

  Reply

 2. Krissa Says:

  Ó mon djíu hvað þetta lítur vel út. Dill er líka svo unaðslega gott. Ég held ég verði að prófa þessa sem fyrst ;)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já dill er best! Ég var einmitt að segja það við Gunnar hvað ég er komin með mikið dill æði sem er merkilegt því mér fannst það ekkert spes hér áður fyrr. Núna fæ ég ekki nóg :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: