Salat með nektarínum, gráðaosti og pekanhnetum

26/09/2012

Léttir réttir, Salat

Það er óhætt að segja að það sé kominn tími á að endurræsa allt kerfið eftir lúxusinn í sumarfríinu. Þó að brekkurnar í San Francisco hafi verið margar og brattar þá dugðu þær skammt sem mótvægi við allan matinn og drykkinn. Við erum þess vegna að reyna að borða frekar létt þessa dagana án þess þó að vera of fanatísk.

Þar sem ég vinn heima þá borða ég alltaf hádegismat heima en hef verið voðalega löt við að útbúa eitthvað gott og borða mikið það sama dag eftir dag. Ég skammast mín fyrir það hversu oft ég hef borðað örbylgjaða súpu fyrir framan tölvuna en það er bara svo auðvelt! Um daginn ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og útbjó þetta salat sem var bæði fallegt, rosalega gott og tók ekki nema þrjár mínútur að útbúa. Ég setti smáræði af afgangskjúklingi saman við til að fá smá prótein en það má alveg sleppa honum. Það þarf ekki að fara of nákvæmlega eftir þessari uppskrift enda magnið af hverju fyrir sig ekki svo heilagt.

Salat með nektarínum, gráðaosti og valhnetum
Fyrir 1

Blönduð salatlauf
1/4 af nektarínu, skorin í sneiðar
10 pekanhnetur
1 msk mulinn gráðaostur
1/3 bolli eldaður kjúklingur (má sleppa)
1/2 msk ólífuolía
1/2 msk sojasósa (ég notaði tamari)
1 tsk appelsínumarmelaði

Setjið salatið, nektarínusneiðarnar, pekanhneturnar, gráðaostinn og kjúklinginn á disk. Blandið ólífuolíu, sojasósu og appelsínumarmelaði vandlega saman og dreifið svo yfir salatið.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Salat með nektarínum, gráðaosti og pekanhnetum”

  1. Rósa Says:

    Ó svo fallegt :D

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: