San Francisco

25/09/2012

Ferðalög

Jæja þá erum við komin heim úr sumarfríinu í San Francisco. Þetta var hreint út sagt alveg æðislegt frí enda vorum við bara að slaka á, njóta borgarinnar og borða góðan mat. Við gerðum okkur eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en eftir á að við fórum aldrei neitt fínt út að borða eins og við gerum vanalega í stórborgum en í San Francisco er það eiginlega óþarfi. Það er svo ótrúlega mikið af góðum mat þar og við borðuðum sérstaklega mikið af asískum mat og svo allskonar “street food” en matartrukka- og bændamarkaðamenningin er mjög þróuð í borginni. Hérna koma nokkrar símamyndir!

Við gistum í Castro hverfinu sem var alveg æði fyrir utan gömlu kallana sem gengu um kviknaktir. Ojæja það mátti svo sem flissa að þeim :)

Við versluðum…

Við túristuðumst. Alcatraz, Ferry Building, Mission veggmynd og USS Pampanito kafbáturinn.

Við gengum upp og niður brekkur en útsýnið var þess virði.

Við sáum allskonar furðudýr en chillaða geitin var fyndnust :)

Smá menning. Súmó í Japantown, Mission veggmynd,  Amoeba Music og Fionu Apple tónleikar.

Við leigðum rauðan Mustang og keyrðum til Santa Cruz, Monterey og Carmel. Við stoppuðum á boardwalkinu í Santa Cruz og tókum smá leik. Gunnar skaut, ég keyrði.

Ég átti líka afmæli! Í tilefni dagsins keyrðum við til Napa og ég smakkaði rauðvín. Það var einstaklega hentugt að eiga afmæli þennan dag því greyið Gunnar gat ekki annað en tekið aksturinn á sig :)

Við borðuðum auðvitað alveg endalaust af góðum mat. Magnolia á Haight, Yank Sing dim sum, smá glaðningur frá Tartine bakaríinu (besta og syndsamlegasta súkkulaði eclair allra tíma) og afmælis-sushi.

Það voru auðvitað hápunktar í matnum. Hunangsrækjurnar frá Hunan Home’s (þeirra stafsetning ekki mín) sem mig hefur dreymt um frá því ég fór fyrst til San Francisco fyrir mörgum árum síðan, svínakótelettan sem Gunnar fékk á 21st Amendment, fáránlegu sjeikarnir á Burger Bar og pylsurnar á Rosamunde’s Sausage Grill. Porkbelly borgarinn sem við borðuðum á Off The Grid matartrukkamótinu var svo góður að ég náði ekki að taka mynd áður en við önduðum honum að okkur.

Næst á dagskrá… salat!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “San Francisco”

 1. heida Says:

  En geðveik ferð :D
  Risalæk á skónna og bleiku buxurnar!

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Buxurnar eru (því miður?) eldrauðar en urðu svona skemmtilega bleikar á mynd. Það er svo alveg hugsanlegt að það hafi verið keypt fleiri en eitt og fleiri en tvö skópör… ;)

   Reply

   • Heida Says:

    hahaha ég hugsaði einmitt hvað Gunni væri mesti töffari ever að púlla svona bleikar buxur en eldrauðar buxur eru ekki síðri :) og maður yrði fljótt leiður á svona bleikum buxum. Hlakka til að sjá alla skónna þína um áramótin :D

    Reply

    • Kristín Gróa Says:

     Já og aldrei vita nema enn fleiri hafi bæst í hópinn þá enda líkurnar á að ég kaupi mér ekki eitt skópar á þremur mánuðum nákvæmlega engar! Haha.

     Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: