Tacos með grilluðum kjúklingi og hvítlaukssósu

05/09/2012

Aðalréttir

Ég veit að á mörgum íslenskum heimilum er einhverskonar útgáfa af tacos/burritos/fajitas á boðstólum mjög reglulega enda bæði góður og tiltölulega hollur matur sem er fljótlegt að útbúa í miðri viku. Það er því kannski að bera í bakkafullan lækinn að koma með uppskrift að tacos en ég veit af eigin reynslu að það er auðvelt að festast í því að gera það sama aftur og aftur. Stundum er gott að breyta til og við vorum rosalega ánægð með þessa samsetningu.

Aðalmálið er að velta kjúklingi upp úr blöndu sem samanstendur aðallega af kóreander, hvítlauk og lime og grilla hann svo.  Maís, piprar og vefjur fara líka á grillið og best er að hafa allt pínu sviðið.

Tacos með grilluðum kjúklingi og hvítlaukssósu

Í sósuna

1 dós sýrður rjómi
1 lime, safinn
1/2 hvítlauksrif, smátt saxað
Salt og pipar

Í kjúklinginn

Væn lúka af ferskum kóreander
2 hvítlauksrif
1 lime, safinn og rifinn börkurinn
1/2 msk agave sýróp
1 msk olía
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk pipar

Í tacos:

Sterkur pipar (ég notaði poblano)
Maísstöngull
Smátt saxaður rauðlaukur
Smátt saxaðuir tómatar
Ferskur kóreander
“Hot sauce”
Litlar vefjur

Blandið sýrðum rjóma, limesafa, smátt söxuðu hvítlauksrifi, salti og pipar saman til að gera sósu. Því lengur sem hún stendur því betra.

Setjið kóreander, hvítlauk, limebörk, limesafa, agave sýróp, olíu, sjávarsalt og pipar í matvinnsluvél og maukið saman (eða vinnið saman í mortéli). Lemjið kjúklingabringurnar til að fletja þær út og veltið þeim svo vandlega upp úr maukinu. Grillið þar til bringurnar eru eldaðar í gegn (u.þ.b. 10 mínútur). Leyfið kjúklingnum að standa í nokkrar mínútur og skerið hann svo niður í bita.

Grillið piparinn þar til hann fer að verða svartur. Fljótlegt er að setja piparinn beint á logann ef það er hægt en það er ekki nauðsynlegt. Skerið piparinn niður í sneiðar.

Grillið maísinn þar til hann fer að verða svartur. Skerið maískornin af stönglinum.

Grillið vefjurnar eða haldið beint yfir loganum þar til þær eru farnar að brúnast en eru samt enn mjúkar.

Setjið kjúkling, pipar, maís, lauk og tómata í vefju. Setjið sósurnar tvær yfir og stráið ferskum kóreander að lokum yfir.

Athugasemdir:

Ég notaði poblano pipra sem eru frekar sterkir. Annar valkostur væri að nota annað hvort chili eða langa milda piparinn sem fæst pakkaður heima eftir því hversu “heitfeng” þið eruð.

Ég notaði milda “hot sauce” með hvítlauksbragði. Það eru til ótalmargar tegundir af heitri sósu en það sem hún skilar í þennan rétt er umfram allt sérstaka edik-pipar bragðið sem er svo gott með tacos. Ég mæli því með að nota frekar milda sósu til að geta sett meira af henni nema þið þolið þeim mun meiri hita.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Tacos með grilluðum kjúklingi og hvítlaukssósu”

 1. Nanna Says:

  Oh amerískur nýupptekinn maís! Ég sakna hans svo. Ekkert smá girnileg tacos og greinilegt að haustið er ekki komið til Flórída ;)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Mmmm já maísinn er alveg ótrúlega góður hérna og við borðum frekar mikið af honum. Það er verra með haustið sem kemur líklega aldrei. Það er merkilegt að maður geti fengið leið á sól og hita en mér finnst þetta alveg komið gott! :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: