Súkkulaðimús með appelsínubragði

03/09/2012

Eftirréttir

Eftir heila viku af detoxi þá fannst okkur við alveg eiga skilið að fá smá verðlaun þegar loksins var komin helgi. Ég ákvað að skella í einfalda súkkulaðimús því hún er svo rosalega fljótleg og mig langar líka alltaf í súkkulaði. Ég ákvað að hafa appelsínubragð af súkkulaðimúsinni til að gleðja eiginmanninn og okkur fannst hún bragðast alveg eins og Ópal appelsínusúkkulaði. Ef þið eruð ekki hrifin af appelsínusúkkulaði þá má einfaldlega sleppa því að setja appelsínubörk út í músina. Ég notaði sykurlaust súkkulaði frá Hershey’s en músin er örugglega ennþá betri með alvöru íslensku gæðasúkkulaði.

Súkkulaðimús með appelsínubragði
Fyrir 4

100 g dökkt súkkulaði (50-70%)
15 g smjör
1 msk sterkt kaffi
1/2 msk kakó
60 ml rjómi
4 msk agave sýróp
1/3 tsk maldon salt
Börkur af hálfri appelsínu, smátt rifinn
2 egg, hvítur og eggjarauður aðskildar

Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði. Bætið kaffi og kakói út í þegar allt er bráðið.

Takið súkkulaðiblönduna af hitanum og blandið rjóma, agave sýrópi, salti og appelsínuberki saman við hana.

Setjið eggjarauðurnar að lokum út í og hrærið vandlega saman.

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar. Blandið eggjahvítunum afar varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju og passið að berja ekki loftið úr hvítunum.

Skiptið blöndunni niður í fjórar litlar skálar eða glös. Setjið í kæli og leyfið músinni að stífna í 2-3 klukkustundir. Gott er að bera fram með smá þeyttum rjóma og rifnum appeslínuberki.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Súkkulaðimús með appelsínubragði”

 1. Nanna Says:

  En girnilegt! Og tekur sig vel út í Anthropologie skálinni ;)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já ég elska þessar skálar og splæsi einni á mig nánast í hvert sinn sem ég fer í Anthropologie… er komin upp í sex mismunandi ;)

   Reply

 2. Berglind Says:

  Ekkert smá girnilegt! Hefur þú prufað að búa til Lucuma ís?

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Nei ég hef nú bara aldrei heyrt minnst á það! Getur þú upplýst mig? :)

   Reply

   • Berglind Says:

    Lucuma er ávöxtur sem fyrirfinnst aðallega í Perú og þar í kring. Úr þessum ávöxt er svo unnið sætuefni sem er fínt fyrir fólk sem ekki má borða sykur. Úr því (og líka úr ávextinum sjálfum) er oft gerður ís sem er víst álíka vinsæll og vanilluís hjá okkur!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: