Fimm hlutir sem gleðja mig

30/08/2012

Daglegt líf

Það er nú orðið dálítið langt síðan ég taldi upp fimm hluti sem gleðja mig. Ég er samt alveg búin að vera glöð sko :)

1. Ég er að fara í sumarfrí eftir 9 daga. LOKSINS! Tvær vikur í San Francisco takk fyrir og ég get ekki beðið. Ég kom fyrst til San Francisco sumarið 2003 (eða var það 2004?) og ég vissi um leið að ég myndi koma þangað aftur. Æðisleg borg með alveg geggjuðum mat og nóg af hæðum sem er hægt að arka upp og niður til að brenna matnum af sér aftur. Við erum búin að leigja íbúð með stórum svölum og það er ekkert planað nema að fara á Fionu Apple tónleika. Restin mun bara ráðast. Ég veit það ljómar pínu bilað en þegar ég kíkti á veðurspána fyrir San Francisco áðan og sá að það er bara 15 stiga hiti þá gladdist ég mjög mikið. Ég get ekki beðið eftir að sleppa aðeins úr þessum 30+ hita og 60+% raka.

2. Ég skipti um útlit á síðunni. Ekkert fancy en mér finnst þetta samt miklu betra. Ég á eftir að laga þetta pínu til en er þokkalega sátt svona miðað við að það tók mig kortér að skipta og snurfusa aðeins.

3. Ég er ótrúlega glöð yfir því að þessi blessaði fellibylur fór að mestu hérna framhjá. Ég hafði sem betur fer vit á því að halda mig inni á mánudaginn en tók kannski ekki hvirfilbylsaðvörunina alveg nógu alvarlega. Fjölmörg hús í útjaðri bæjarins skemmdust þegar hvirfilbylur ruddist í gegnum þau en sem betur fer slasaðist enginn. Ég komst að því daginn eftir að ef það er hvirfilbylsaðvörun og maður er í kjallaralausu húsi þá á maður að fara ofan í baðkar eða draga rúmdýnuna yfir sig. Það minnsta sem maður getur gert er að vera inni í miðju húsi fjarri öllum gluggum. Ég sat bara hérna við gluggann og las fréttir af óveðrinu. Alltaf jafn sniðug.

4. Ég er alvarlega veik fyrir Anthropologie og er alveg búin að opna fyrir þann möguleika að kaupa mér eitthvað fallegt í SF búðinni (já ég er að sjálfsögðu búin að gúgla hvar hún er). Úbb ég hefði ekki átt að byrja að spá í þessu. Ég meina þessi dýrð er á útsölu online! Hemja sig Kristín….

5. Detox! Til að búa okkur undir fríið ákváðum við hjónin að taka tveggja vikna detox fram að brottför. Við erum auðvitað allt of miklir lúxusgrísir til að geta farið á einhvern sítrónusafa og cayenne kúr svo ég fer hér ansi frjálslega með orðið detox. Aðalmálið er að borða litla skammta af léttum mat, drekka mikið vatn og sleppa áfengi á virkum dögum. Hljómar væntanlega í eyrum flestra sem frekar sjálfsagður hlutur en hei okkur finnst matur góður og þykir fátt betra en einn ískaldur bjór á heitum degi (sem eru uhh… allir dagar). Fyrri vikunni er að ljúka núna og eftir að hafa borðað mikið af salati, súpum og fiski þá líður mér alveg rosalega vel. Óskýra Instagram myndin sem fylgir er af fyrstu detox máltíðinni sem voru ferskar víetnamskar vorrúllur með rækjum. Í kvöld eru kjúklingapylsur með cannellini baunum á matseðlinum :)

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

9 Comments on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

 1. Heida Says:

  Þetta hljómar svo spennandi og mér finnst þú klárlega eiga skilið að fara í anthropologie búðina, þessi kjóll er alveg þú :)
  góða skemmtun bara í “kuldanum” í San Fransisco hlakka til að lesa blogg og sjá myndir :D

  Reply

 2. Nanna Says:

  Húrra fyrir Anthropologie! Ef ég væri ekki bláfátækur námsmaður þá myndi ég næstum því aðeins versla í SoHo-NYC búðinni þeirra.

  Góða skemmtun í San Fran, ég var þar síðast fyrir fjórum árum og varð yfir mig ástfangin :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Ohh já elska þessa búð og ekki nóg með að fötin séu fín heldur er eldhúsdótið líka to die for. Tvöföld freisting! Það er verst að ég tími yfirleitt ekki að versla mikið því þetta er ekki beint ókeypis. Ég missti mig reyndar einmitt á útsölu í Soho búðinni síðastliðinn vetur, hún er extra æðisleg :)

   Reply

 3. Helgi Says:

  :-)

  Reply

 4. Vigdís Says:

  Kjóllinn er gordjöss :) Algjör skylda að kaupa hann! Var svo ekki lengi að finna út hvar ég gæti farið í þessa æðislegu búð i Boston eða New York :)

  Reply

 5. Krissa Says:

  Ó þessi kjóll er bjútífúl! Hlakka til að sjá Sanny Franny myndir og heyra ferðasöguna ;)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: