Flatbrauð með tómatsalati og hráskinku

27/08/2012

Brauð, Léttir réttir

Ég get svarið það að húsið hristist. Ég bíð eftir því að það fljóti í burtu eða að vatnið fyrir utan flæði inn. Á milli ærandi þrumanna heyri ég í slökkvibíl sem er væntanlega á leiðinni að aðstoða einhverja við að að hafa stjórn á öllu þessu vatni. Vonandi hefur ekki kviknað í út frá eldingu eins og gerðist síðastliðið vor. Ég sit hérna í hálfgerðu myrkri þó klukkan sé rétt orðin tvö og eftir því sem mínúturnar og klukkustundirnar líða þá velti ég því fyrir mér hversu mikið geti eiginlega rignt. Það er búið að rigna núna í þrjár klukkustundir og það er ekki rigning eins og heima á Íslandi. Ekki einu sinni eins og þegar það kemur öflugur rigningarskúr og allir segja “þetta er nú bara alveg eins og í útlöndum!”. Þetta er rigning sem skákar öllum öðrum rigningum. Sundlaugin flæddi yfir fyrir tveimur tímum síðan og gatan okkar hefur breyst í stöðuvatn. Í fréttunum er sagt frá því að í útjaðri bæjarins hafi fjölmörg hús skemmst eftir að hafa orðið í vegi hvirfilvinds. Þrátt fyrir allt þá er ég bara fegin að veðrið sé ekki verra og að Ísak hafi ákveðið að beygja til vesturs í stað þess að koma hingað af fullum krafti. Það er hætt við að hann muni hafa alvarlegri áhrif en ofsafengna rigningu áður en hann leysist upp og kveður.

Við erum búin að fylgjast náið með veðrinu síðan í síðustu viku enda var óljóst hvert fellibylurinn Ísak myndi fara. Mér létti mikið þegar ljóst var að hann myndi ekki koma hérna yfir en þar sem það átti nú engu að síður að fylgja honum vont veður þá ákváðum við að taka því rólega um helgina. Eiga sumarbústaðahelgi heima eins og vinkona mín sagði. Við gerðum lítið annað en að lesa, horfa á sjónvarpið og spjalla saman sem var satt að segja kærkomið eftir frekar viðburðaríkar (en mjög skemmtilegar) vikur.

Í gær útbjó ég hádegisverð sem er orðin standard á okkar heimili enda er hann svo léttur, góður og fljótlegur en samt dálítill lúxus líka.

Fyrsta (og næstum síðasta) skrefið er að saxa tómata, lauk, hvítlauk og klettasalat smátt niður og blanda saman. Setja jómfrúrolíu, salt og pipar saman við og það er allt og sumt.

Þessu er hrúgað ofan á brauð og hráskinka sett yfir. Við notuðum þunnt flatbrauð en heima á Íslandi finnst okkur gott að nota grillbrauðið sem fæst á sumrin. Það væri líka gott að setja góðar brauðsneiðar undir grillið eða nota snittubrauð.

Flatbrauð með tómatsalati og hráskinku
Fyrir 4

3 stórir fræhreinsaðir tómatar, saxaðir smátt
1/4 rauðlaukur, saxaður smátt
1 lítið hvítlauksrif, saxað mjög smátt
1 bolli (eða stór lúka) klettasalat, saxað smátt
1 msk jómfrúrolía
Salt
Pipar
8 sneiðar af hráskinku
4 brauðsneiðar að eigin vali

Saxið grænmetið niður og blandið saman. Setjið ólífíuolíu saman við, saltið, piprið og blandið öllu vel saman.

Hitið brauðið, setjið 1/4 á tómatblöndunni á hvert brauð og 2 hráskinkusneiðar yfir.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Flatbrauð með tómatsalati og hráskinku”

 1. Dagbjört Says:

  Úff vonandi verður þetta ekki verra! Það kom einmitt einn dagur þar sem voru þrumur, eldingar og heeeeeeeellirigning stanslaust í nokkra klukkutíma þegar við vorum í St. Petersburg um daginn, hefði aldrei trúað þessu rigningarmagni þó það hafi greinilega verið miklu minna en er hjá ykkur núna!

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já það er pínu kreisí hvað það getur rignt mikið hérna! Sem betur fer virðist þetta gengið yfir að mestu núna þó það heyrist í þrumum öðru hverju.

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: