Helgi í Miami

22/08/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Það er nú aldeilis fjör á þessum bænum í augnablikinu enda fengum við vini í heimsókn alla leiðina frá Danmörku sem ætla að stoppa hjá okkur fram á föstudag. Það er nú eiginlega ekki hægt að taka á móti gestum án þess að sýna þeim Miami svo við pöntuðum hótel á South Beach og eyddum helginni í fjörinu þar. Það er alltaf jafn gaman í Miami og mig langar að sýna ykkur nokkrar símamyndir frá ferðinni.

Í anddyri hótelsins var risastór ísbjörn með strandbolta.

Það gerði brjálað þrumuveður um miðjan laugardaginn og svo rigndi mestallan eftirmiðdaginn. Okkur fannst bara fínt að fá frí frá óbærilegum hitanum og fengum okkur bara drykk í skjóli. Þessum fannst það ekkert leiðinlegt!

Við fundum skóbúð sem selur bara ökklabrotsskó. Nú er ég ansi sleip á háu hælunum en jafnvel ég myndi ekki leggja í þessa!

Við fórum auðvitað út á laugardagskvöldinu og þessi voru hress með mojito á Collins.

Við vorum líka hress!

Á sunnudaginn fórum við á Oliver’s í brunch og ég fékk þennan gríðarlega fallegan ávaxtaplatta.

Horft yfir á Miami frá Miami Beach.

Við kíktum líka aðeins á ströndina.

Við reyndar stungum tánum rétt ofan í og grétum það mjög að hafa ekki gefið okkur tíma í almennilega strandferð.

Á leiðinni til baka stoppuðum við á sjávarréttastaðnum Pirate’s Republic í Fort Lauderdale. Staðurinn er við kanal og er með sína eigin bryggju. Við borðuðum á bryggjunni og horfðum á bátana sigla framhjá á meðan.  Við létum þjónustustúlkuna sem betur fer ekki plata okkur í að panta stóra skammta því litlu skammtarnir voru svo stórir að afgangarnir dugðu tvisvar í hádegismat! Hvað er með þessa Ameríkana og stóru skammtana?

Það er ekki hægt að vera með sjóræningjastað án þess að hafa páfagauka. Þessir tveir voru alveg ótrúlega fallegir og kunnu að vinka og segja halló.

Við enduðum svo kvöldið á bjór og jenga. Æðisleg helgi!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

10 Comments on “Helgi í Miami”

 1. Heiða Halls Says:

  Ummmmmm…..væri alveg til í svona frábært frí!!! En læt mér duga berjamó næstu helgi :)

  Reply

 2. Krissa Says:

  Shiiit, þegar ég sá myndina af bleiku skónum um daginn sýndist mér þeir bara vera venjulegir (rosa) hælaháir skór. Sá ekki allt þetta massíva thingamajig undir þeim sem hlýtur bara að vera gert til að skapa bæklunarlæknum vinnu. Sheize!

  Annars er ég orðin glorhungruð eftir að skoða þessar matarmyndir. Megum við koma næst í heimsókn? Já já já ;)

  Reply

 3. Fjóla Dögg Says:

  Mig langar á strönd og í mojito og calamares og þig ;)

  Reply

 4. heida Says:

  ég segi það sama og Krissa ég tók ekkert eftir þessu risadóti undir skónum!

  Reply

 5. Tinna Says:

  Hvað heitir hótelið og mæliru með því? Er að leita mér að hóteli í Miami :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Hótelið heitir Lords og það var alveg fínt. Staðsetningin er frábær og ég mæli virkilega með því að vera á Collins Ave á svipuðum stað en þetta er samt aðal partístaðurinn svo það getur verið talsvert ónæði frá götunni.. Önnur góð hótel á sama stað sem við höfum verið á eru The Dream og Blue Moon. Hótelin þarna eru mörg hver frekar gömul með litlum herbergjum og þunnum veggjum. Það er ágætt Courtyard Marriott hótel á Washington Ave sem er með stærri herbergjum og þar er mögulega aðeins rólegra. Þetta fer kannski bara dálítið eftir því hvaða stemningu þið viljið vera í :)

   Reply

   • Tinna Says:

    Takk kærlega fyrir þetta, erum bara að fara í eina nótt og langar að vera á hóteli við ströndina.. Er einmitt búin að vera skoða the dream ofl :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: