Penne með eggaldin og tómötum

15/08/2012

Aðalréttir

Ég vona að þið fyrigefið mér uppfærsluleysið en ég er búin að vera veik og við vorum með gest um helgina og allskonar bara :) Það var hálfgert flandur á okkur um helgina þar sem við vorum að reyna að sýna gestinum það helsta og fyrir vikið þá borðuðum vð nánast eingöngu úti. Eins og mér finnst gaman að fara út að borða þá fæ ég alveg nóg af því á endanum og er farin að þrá heimaeldaðan mat þegar það er búið að vera of mikið um tilbúinn mat.

Ég var kannski farin að þrá heimaeldaðan mat en ég var nú samt hræðilega löt í gærkvöldi svo ég ákvað að gera bara gott pasta enda er það alltaf frekar fljótlegt og gott. Við borðum því miður ekki oft pasta en ég læt það stundum eftir mér þegar pastaþörfin er óvenjusterk.

Snúum okkur að matseldinni! Fyrsta skrefið er að skera eggaldin niður í bita og brúna á pönnu. Ég gerði þetta í tveimur skömmtum svo eggaldinið myndi brúnast almennilega en ekki sjóða á pönnunni.

Saman við eggaldinið fer svo laukur og hvítlaukur. Þetta steikist saman þar til laukurinn er farinn að mýkjast og þá fara tómatar, rauðvín, sykur, salt og pipar saman við. Þetta er látið malla þar til pastað er soðið.

Þegar pastað er soðið er því blandað saman við sósuna ásamt fersku basil og ferskum mozzarella osti.

Borið fram með nýrifnum parmesanosti og meira af fersku basil.

Penne með eggaldin og tómötum
Handa 4

500 g penne
1 eggaldin, skorið niður í frekar litla bita
1 laukur, niðurskorinn
3 stór hvítlauksrif, skorin smátt
1 msk ólífuolía
2 400g dósir niðursoðnir tómatar
120 ml rauðvín
1/2 msk sykur eða agave
1+ tsk salt
pipar
hálf stór kúla af ferskum mozzarellaosti
handfylli af fersku basil, saxað gróflega

Rúmlega hálffyllið stóran pott af vatni, saltið virkilega vel (1+ msk) og hitið að suðu. Setjið pastað í vatnið þegar suðan er komin upp og eldið eftir leiðbeiningum á pakka eða þar til pastað er orðið al dente.

Hitið helminginn af ólífuolíunni á pönnu og steikið helminginn af eggaldininu þar til það er orðið brúnað og farið að mýkjast. Takið til hliðar og endurtakið með restina af ólífuolíunni og eggaldininu.

Setjið allt eggaldinið í pönnuna ásamt lauki og hvítlauki. Steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið tómötum, rauðvíni, sykri, salti og talsvert miklum pipar út í. Látið malla þar til pastað er tilbúið.

Smakkið sósuna til áður en henni er blandað saman við pastað. Það gæti vel þurft að salta eða pipra meira eða setja örlítið meiri sykur út í.

Blandið sósunni og pastanu saman ásamt rifnum mozzarella osti og fersku basil.

Berið fram með nýrifnum parmesanosti.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: