Mexíkóskur maís

07/08/2012

Meðlæti, Snarl

Er ekki örugglega alltaf sama rjómablíðan heima? Það hlýtur þá að vera í lagi að koma með eina létta grilluppskrift. Það er reyndar svo heitt hérna í Vero þessa dagana að það er varla hægt standa yfir heitu grilli en sem betur fer er fórnfús grillmeistari á heimilinu sem sér um það fyrir mig.

Um leið og ég sá myndirnar af þessum mexíkóska maís þá vissi ég að ég yrði bara að prófa því við borðum frekar oft maís og þessi var extra girnilegur. Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskrift því fljótleg er hún og einföld.

Eina vandamálið er að strangt til tekið ætti að nota í þetta “queso fresco” sem er mexíkóskur ferskostur. Þar sem hann hefur nákvæmlega sömu áferð og fetaostur en er bara aðeins bragðdaufari þá má algjörlega nota fetaost í staðinn.

Vel grillaður maís smurður með majonesi og osti, smá chili, smá lime og hellingur af kóreander. Fullkomið!

Mexíkóskur maís
Fyrir 2

2 stórir maísstönglar
1/4 bolli létt majones
120 g queso fresco eða fetaostur
1/2 lime
Þurrkaður chili eftir smekk
Kóreander eftir smekk

Takið maísinn úr hýðinu og grillið þar til hann er orðinn dálítið brenndur.

Blandið majonesi og osti saman. Smyrjið blöndunni á maísinn.

Kreistið limesafa yfir maísinn og dreifið chili og kóreander yfir.

Uppskriftin er lítillega aðlöguð frá The Kitchy Kitchen.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Mexíkóskur maís”

 1. Snorri Says:

  Svo ég setji mig á háan hest og gerist gagnrýninn, á ekki að nota Cotija ost en ekki Queso Fresco??

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Tjah uppskriftin sem ég sá notaði “queso” svo ég prófaði að gera þetta með queso fresco. Hvort annað er meira hefðbundið en hitt ofan á maís veit ég bara ekki. Hitt er annað mál að ef cotija er yfirleitt notaður þá passar fetaostur væntanlega enn betur sem substitute (ég er alltaf að hugsa um Frónbúana!).

   Reply

 2. Snorri Says:

  Já fetaostur er sjálfsagt tilvalinn í staðinn fyrir Cotija, enda að mörgu leyti mjög svipaðir, þurrir en feitir og saltir.

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: