Múslí

31/07/2012

Léttir réttir, Snarl

Ég hef lengi ætlað að láta verða af því að gera múslí til að geta breytt aðeins til á morgnana og fengið mér jógúrt með múslí í staðinn fyrir smoothie eins og ég geri alltaf. Í Miami um helgina fékk Gunnar svo einhverja gríðarlega múslílöngun en við fundum bara hvergi stað sem bauð upp á almennilega jógúrt og múslí. Ég ákvað þess vegna að gera múslí í gær og ég veit satt að segja ekki af hverju ég drattaðist ekki til að gera þetta fyrr.

Að gera múslí er svo hrikalega einfalt og fljótlegt og það besta er að maður ræður algjörlega hvað fer í það. Ég treysti almennt ekki múslí sem fæst út í búð þar sem það er yfirleitt annað hvort dísætt eða þá algjörlega bragðlaust.

Fyrsta skrefið er að blanda allskonar góðgæti saman í skál. Hér er hægt að fara mjög frjálslega með innihaldið en hafrar, fræ, þurrkaðir ávextir og kókos eru eitthvað sem virka mjög vel.

Þessu er öllu blandað saman ásamt sýrópi, olíu og eggjahvítum. Eggjahvíturnar eru til þess að maður komist upp með að nota minna af sykri því þær gera múslíið glansandi og stökkt. Einnig má krydda múslíið eða setja einhverja dropa út í en ég setti bara salt og kanil. Öllu er svo dreift á bökunarplötu.

Múslíið er  bakað í ofni þar til það er allt orðið brúnað. Það þarf u.þ.b. 8-10 mínútur í fyrstu en svo þarf að taka múslíið út og hræra í því til að það brúnist jafnt. Þetta þarf kannski að endurtaka 3-5 sinnum og aðeins að bakast í u.þ.b. 2 mínútur á milli.

Múslí

3 bollar haframjöl
1 bolli möndluflögur
1 bolli pekanhnetur
1 bolli kókosflögur
1 bolli þurrkaðir ávextir (ég notaði kirsuber og rúsínur)
1/2-1 msk sjávarsalt
1 tsk kanill
1/4 bolli agave sýróp / hlynsýróp / hunang
1/4 bolli kókosolía / ljós ólífuolía
2 eggjahvítur

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið þurrefnunum öllum vel saman. Bætið sýrópi, olíu og eggjahvítum saman við og blandið vel.

Dreifið blöndunni jafnt á bökunarplötu og setjið inn í ofn.

Bakið í 8-10 mínútur eða þar til múslíið er farið að brúnast.

Takið múslíið út og hrærið vandlega upp í því. Bakið aftur en takið reglulega út til að hræra í svo múslíið bakist jafnt. Þetta þarfnast 3-5 tveggja mínútna endurtekninga eða þar til múslíið er allt orðið brúnað.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Múslí”

  1. Fjóla Dögg Says:

    Þetta er eina múslíið sem er á boðstólnum á mínu heimili. Ekkert búðardrasl eftir að hafa fengið þetta takk fyrir.

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: