Kræklingur með eplasíder og sítrónu

26/07/2012

Aðalréttir

Við hjónin erum ekkert rosalega vanaföst þegar kemur að kvöldmatnum og þó við eigum vissulega nokkra auðvelda fastarétti sem hægt er að grípa til í miðri viku þá eru þeir ekkert eldaðir mjög oft. Það sem við eldum reyndar langoftast og mjög reglulega er nautasteik en það er eiginlega orðinn svona de facto föstudagskvöldmatur á heimilinu. Ég veit það hljómar eins og voðalegur lúxus en við erum bara tvö og það kostar ekkert mikið að kaupa tvær steikur í súpermarkaðinum. Það er líka fátt betra en kolagrillað ribeye með salati og góðu rauðvíni í lokin á langri vinnuviku.

Að nautasteikinni undanskilinni þá er kræklingur líklega það sem við borðum oftast enda er hann tiltölulega ódýr, það tekur bara korter að elda hann og hann er svo rosalega góður. Það er líka hægt að leika sér endalaust með það hvernig hann er eldaður og hvað er borið fram með honum. Við höfum prófað að nota hvítvín, lagerbjór og Guinness í sósuna en þessi útgáfa með eplasíder heppnaðist einstaklega vel. Við tókum okkur Belga til fyrirmyndar í þetta sinn og bárum kræklinginn fram með frönskum (og aioli) en það er blanda sem hljómar undarlega en bragðast vel. Ég segi ykkur betur frá frönskunum á morgun en í dag skulum við einbeita okkur að kræklingnum.

Það þarf að byrja á því að yfirfara kræklinginn. Ég skolaði hann og hreinsaði “skeggið” af honum. Þar að auki þurfa allir kræklingar að vera lifandi til að það sé óhætt að borða þá. Kræklingar sem eru alveg lokaðir eru í lagi en það þarf að athuga þá sérstaklega sem eru opnir. Til að vita hvort þeir eru lifandi er nóg að banka þeim nokkuð duglega í borðið. Ef þeir draga sig saman og lokast þá eru þeir lifandi og óhætt að borða þá. Einfalt! Ef þeir loka sér ekki þá eru þeir dauðir og ekki óhætt að borða þá.

Þá er það sósan! Laukur, hvítlaukur, sítrónubörkur og ferskt timjan.

Ég mýkti lauk og hvítlauk í ólífuolíu og smjöri. Bætti svo sítrónuberki, timjan og sinnepi saman við.

Næst voru það eplasíderinn og kræklingarnir.

Ég setti lok á pönnuna og eldaði kræklingana þar til þeir höfðu opnað sig. Þetta ætti ekki að taka nema í mesta lagi fimm mínútur. Ef einhverjir kræklingar vilja ekki opnast þá er ekki óhætt að borða þá. Í ruslið með þá! Þegar kræklingarnir voru eldaðir þá fiskaði ég þá upp úr og lagði til hliðar rétt á meðan ég bragðbætti sósuna. Það þarf ekkert að taka þá frá en mér finnst það bara þægilegra. Ég setti smáræði af rjóma og sítrónusafa út í og auðvitað salt og pipar.

Kræklingur með eplasíder og sítrónu
Fyrir 2-3

1 kg kræklingur í skel
1 msk ólífuolía
1 msk smjör
1/2 laukur, smátt skorinn
2 stór hvítlauksrif, smátt skorin
2 msk ferskt timjan
2 msk sítrónubörkur (u.þ.b. af einni stórri sítrónu)
1,5 msk dijon sinnep
250 ml eplasíder
75 ml rjómi
1/2 sítróna, safinn (sirka)
Salt og pipar

Hreinsið kræklinginn og skolið. Gætið þess að allir kræklingar séu lokaðir eða lokist þegar þeim er bankað í borðið.

Hitið ólífuolíu og smjör á pönnu. Mýkið lauk og hvítlauk á pönnunni.

Bætið timjan, sítrónuberki, dijon sinnepi og eplasíder saman við.

Setjið kræklinginn í pönnuna og setjið svo lok á hana. Eldið þar til kræklingurinn er allur búinn að opna sig eða í 3-5 mínútur. Hendið þeim kræklingum sem opnast ekki.

Bragðbætið sósuna með rjóma, sítrónusafa, salti og pipar.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Kræklingur með eplasíder og sítrónu”

  1. Heiða Halls Says:

    Það væri spennandi að prufa þetta þar sem ég hef ekki góða reynslu af kræklingi. Smakkaði hann í Reykjaskóla þegar ég var tólf ára og ældi næstum….Hrikalegast við þessa hugsun er þó að það eru heil 20 ár síðan :/ dí hvað tíminn líður hratt!! Samt finnst mér ekkert svo langt síðan ég var 12 ára :)

    Reply

  2. Heiða Halls Says:

    Já skarplega athugað hjá þér…ég hef aldrei verið sérlega góð í stærðfræði ;) Ætli þetta séu ekki svona 8-10 ár…hugsa það :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: