Sósa grænu gyðjunnar (og kjúklingasalat)

24/07/2012

Salat, Sósur

Á ég að segja ykkur dálítið merkilegt? Það er HEITT í Flórída í júlí. Heitt, heitt, heitt. Heitt og rakt og klístrað og fullt af kvikindum sem þyrstir í ferskt íslenskt blóð. Sem betur fer hefur verið sólarlaust að mestu síðustu daga og þó það sé hellidemba akkúrat þessa stundina og ég heyri ógnvekjandi drunur þá finnst mér það nánast skárra en þessi eilífi óbærilegi hiti. Ókei kannski ekki alveg. Þessar þrumur virðast vera óþægilega nærri.

Já en þegar það er svona heitt þá fer löngunin til að standa yfir eldavélinni alveg út um gluggann og við höfum þess vegna borðað frekar fljótlegan og léttan mat upp á síðkastið. Ég var einu sinni sem oftar að horfa á hana Inu Garten í sjónvarpinu í gær og þegar hún fór að gera “green goddess” dressingu þá ákvað ég á stundinni að hafa kjúklingasalat í kvöldmatinn. Fljótlegt, gott og það þarf ekki að elda neitt.

Tómatar eru upp á sitt besta þessa dagana og þó þessir séu pínu krambúleraðir þá voru þeir alveg einstaklega ljúffengir.

Allskyns góðgæti í blandara.

Sósan tilbúin.

Stundum er bara fínt að kaupa kjúklinginn tilbúinn í búðinni.

Salat + ólífur + tómatar + kjúklingur + sósa. Okkur fannst þessar ólífur reyndar dálítið saltar svo ég hugsa að ég skipti ég þeim út fyrir mjúkt avocado næst.

Sósa grænu gyðjunnar

1/2 bolli létt majones
3 vorlaukar, niðurskornir
1/2 bolli ferskt basil, niðurskorið
Safi af einni sítrónu
1 hvítlauksrif
1 teskeið ansjósumauk (eða 1 ansjósuflak)
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk pipar
1/2 bolli sýrður rjómi

Setjið majones, vorlauk, basil, sítrónusafa, hvítlauk, ansjósumauk, salt og pipar í blandara eða matvinnsluvél. Blandið vel saman.

Bætið sýrða rjómanum út í og blandið saman.

Athugasemdir:

Ég helmingaði upprunalegu uppskriftina því það verður úr þessu mikið magn af sósu. Ég get hins vegar rétt ímyndað mér að þessi sósa sé alveg gríðarlega góð á samloku (t.d. BLT!) svo það er kannski allt í lagi að eiga afgang :)

Ef þið viljið sleppa ansjósunum þá er það alveg í lagi. Sósan verður ekki alveg jafn góð en þar sem ansjósudós kostaði 599 krónur þegar ég gáði síðast þá er kannski hægt að lifa með því!

Uppskriftin er frá Inu Garten.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: