Kúskús með granatepli og fetaosti

18/07/2012

Meðlæti

Mig hefur óskaplega lengið langað í ísvél en aldrei látið verða af því að fjárfesta í slíkri græju enda bæði dýrt og plássfrekt tæki sem maður notar ekki endilega mjög oft. Ég fór svo að skoða ísvélar á Amazon núna um daginn og þegar ég sá að það væri hægt að fá þessa líka fínu ísvél á $60 þá stóðst ég ekki mátið lengur og pantaði eitt stykki. Ísvélin kom í dag ásamt ísbókinni hans David Lebovitz og nú er ég svo spennt fyrir að gera ís að ég er alveg að tapa mér. Eini gallinn er bara að það þarf að frysta ísvélarskálina í 24 klukkustundir fyrir notkun! Æ æ óþolinmóða ég höndla svona bið ekkert mjög vel en kannski ég noti biðtímann í að deila með ykkur uppskrift að kúskús sem ég gerði heima á Íslandi. Það má svo búast við endalausum ísuppskriftum hérna á næstunni ;)

Þetta kúskús er mjög einfalt og magnið af hverju hráefni fyrir sig þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Það fyrsta sem þarf að gera er að ná fræjunum úr granatepli. Eina gáfulega leiðin til að gera þetta er að skera granatepli í tvennt og lemja það svo með sleif eða öðru álíka áhaldi. Athugið að tíu sekúndum eftir að þessi mynd var tekin þá færði ég skálina í vaskinn til að eldhúsið yrði ekki allt útatað í granateplasafa. Hann fer út um allt og litar svo ekki gera þetta svuntulaus!

Takið nokkur fræ til hliðar til að skreyta kúskúsið með. Saman við fræin í skálinni fara svo rauðlaukur, steinselja, fetaostur og ristaðar möndluflögur. Ég notaði fetaost í kubbi því mér finnst koma skemmtilegri áferð á réttinn ef fetaosturinn er mulinn en ekki í litlum teningum.

Eldið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka og ýfið aðeins upp með gaffli.

Hrærið öllu saman ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pipar. Skreytið með granateplafræjum og smá steinselju.

Kúskús með granatepli og fetaosti
Handa 6 sem meðlæti

1 pakki kúskús (nú man ég ekki alveg hvað er mikið í þessum hefðbundnu pökkum sem fást heima á Íslandi… hjálp getur einhver svarað því?!)
Fræ úr 1 granatepli
1/2 rauðlaukur
50 g möndluflögur
1 búnt steinselja
125 g ókryddaður fetaostur
Safinn af 1 sítrónu
3 msk extra virgin ólífuolía (sirka)
Salt og pipar

Eldið kúskús samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Skerið granatepli í tvennt og náið fræjunum úr. Mér finnst best að gera þetta með því að berja granateplið með sleif yfir skál. Haldið nokkrum fræjum eftir til að skreyta með.

Ristið möndluflögur á þurri pönnu þar til þær eru orðnar gylltar. Saxið rauðlauk og steinselju smátt. Blandið þessu öllu saman við granateplið ásamt muldum fetaosti.

Blandið kúskúsinu saman við ásamt sítrónusafa og ólífuolíu. Saltið og piprið nokkuð vel. Skreytið með granateplafræjum og steinselju.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Kúskús með granatepli og fetaosti”

  1. Heiða Halls Says:

    Girnilegt :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: