Tandoori þorskur með kókoshrísgrjónum

12/06/2012

Aðalréttir

Frá því ég var lítil (og fyrir mína tíð!) hefur alltaf verið glænýr og ferskur fiskur á boðstólum heima hjá mömmu og pabba. Pabbi fer alltaf reglulega út á bátnum Munda og þó nánast allt fari á fiskmarkaðinn þá er nú alltaf til fiskur í soðið líka. Ég kunni ekki að meta þennan góða fisk þegar ég var lítil en sem betur fer hefur það breyst og þegar pabbi gaf okkur þennan líka fína þorsk um helgina þá ákvað ég að elda hann á indverska vísu.

Eins og vanalega hjá mér þá gæti þetta varla verið einfaldara (ég veit ég segi það alltaf en það er satt!). Ég hrærði tandoori mauki, agave sýrópi og svörtum pipar út í hreina jógúrt.

Ég velti fiskinum upp úr u.þ.b. helmingnum af maukinu og leyfði honum svo að marinerast í hálftíma. Þá setti ég hvorn skammt í álpappír …

… og bjó til böggul sem fór svo á grillið í 10 mínútur.

Á meðan þetta var allt í gangi þá gerði ég kókoshrísgrjón.  Hrísgrjón, kókosmjöl, kókosmjólk, vatn og salt fóru í pott og svo hitaði ég að suðu. Þá hrærði ég vel í, lækkaði hitann og lét svo malla í 15 mínútur án þess að taka lokið af. “Flöffaði” svo grjónin upp með gaffli, saltaði aðeins til og þau voru tilbúin!

Mmmm! Við borðuðum þetta með pappadoms, mangó chutney og restinni af jógúrtblöndunni.

Tandoori þroskur með kókosgrjónum
Handa tveimur

Í fiskinn:

400 g þorskur
1 dós hrein jógúrt (180 g)
5 msk tandoori mauk
1 msk agave sýróp eða hunang
Nýmalaður svartur pipar

Í kókoshrísgrjónin:

1 bolli hrísgrjón (ég notaði jasmin)
1 bolli kókosmjólk (ég notaði fituskerta)
4/5 bolli vatn
2 msk kókosmjöl
1/2 tsk olía
1 tsk maldon salt (eða 1/2 tsk borðsalt)

Fiskur:

Hrærið saman jógúrt, tandoori mauk, agave sýróp og svartan pipar. Veltið fiskinum upp úr maukinu og látið marinerast í hálfíma.

Setjið hvern skammt af fiski á álpappír og útbúið lítnn böggul úr álpappírnum. Eldið bögglana í 10 mínútur, annað hvort á grilli eða í heitum ofni.

Kókoshrísgrjón:

Setjið olíu í botninn á potti sem er með þéttu loki. Setjið hrísgrjón, kókosmjólk, vatn, kókosmjöl og salt í pottinn. Kveikið undir pottinum á háum hita og hrærið öðru hvoru í honum þar til suðan kemur upp.

Lækkið á pottinum þegar suðan kemur upp (ég var með helluna á 2/9), setjið þétt lok á og látið malla á rólegum hita í u.þ.b. 15 mínútur. Ekki taka lokið af á meðan hrísgrjónin eru að eldast.

Takið pottinn af hitanum þegar 15 mínútur eru liðnar og leyfið honum að standa í 10 mínútur í viðbót án þess að taka lokið af. Ýfið hrísgrjónin með gaffli áður en þau eru borin fram og saltið eftir smekk.

Athugasemdir:

Þetta magn af jógúrtblöndunni nægir handa fjórum (þ.e. 800 g af fiski) en ég notaði afganginn til að borða með pappadoms.

Tandoori bragðið var frekar milt en það var viljandi gert til að fiskurinn fengi að njóta sín. Setjið endilega meira tandoori mauk ef þið viljið hafa bragðið sterkara.

Uppskriftin að kókoshrísgrjónunum er fengin frá About.com en ég helmingaði hana og breytti lítillega.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: