Einföld caprese baka

Eftir að hafa þeyst fram og til baka í síðustu viku þá átti ég loksins tvo klukkutíma ein heima á laugardaginn. Það var æðislegt að hafa smá tíma til að slaka á og undirbúa mig andlega fyrir árgangsmótið sem var seinna um daginn. Hvernig í ósköpunum getur staðið á því að það séu 15 ár síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla? 15 ár?! Það er svo sem ósköp langt síðan í minningunni en engu að síður þá er þessi tala frekar ógnvekjandi :)

Já en ég átti sem sagt stund milli stríða á laugardaginn og ákvað að eiga smá gæðastund með sjálfri mér. Ég hafði verið svo forsjál að kaupa allt sem þurfti í einfalda og fljótlega böku kvöldið áður svo ég þurfti bara að raða henni saman og tíu mínútum seinna beið mín hádegismatur sem sýndi það og sannaði að stundum er það einfaldasta best. Ég ætla ekki einu sinni að skrifa upp uppskrift heldur bara lýsa þessu með orðum því svo einfalt er það.

Ég keypti tilbúið smjördeig í rúllu, skar út ílangan ferhyrning og penslaði smá ólífuolíu yfir.

Ég skar niður kirsuberjatómata og rauðlauk, reif mozzarella niður í bita og setti nokkur basillauf með. Salt og pipar yfir.

Inn í 200°C heitan ofn í sirka 10 mínútur eða þar til smjördeigið var orðið gyllt og púffað. Setti aðeins meira basil yfir eftir að bakan kom úr ofninum. Borðaði yfir Gestgjafanum og naglalakkaði mig í leiðinni… af hverju ekki?

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Kartöflubaka með geitaosti og timjan | Lúxusgrísirnir í Flórída - 27/11/2012

    […] að búa til svona fallega böku og möguleikarnir eru endalausir (þið munið kannski eftir þessari frá því í sumar). Ég bjó til létt salat úr klettasalati, parmesan, jómfrúrolíu, […]

  2. Nutella- og perubaka | Lúxusgrísirnir - 18/04/2013

    […] hef áður minnst á það hversu fáránlega einfalt er að gera eitthvað fallegt og gómsætt með […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: