Grillaður thai kjúklingur

04/06/2012

Aðalréttir

Það var nú ekki annað hægt en að grilla í kvöld enda veðrið svo æðislegt og við að borða fyrstu máltíðina tvö saman hérna heima síðan við komum til landsins. Þó ég fái aldrei nóg af lambakjöti (og hafi saknað þess gríðarlega!) þá borðuðum við lambakjöt í gær svo við ákváðum að grilla kjúkling í þetta sinn.

Þetta gæti nú varla verið einfaldara. Maður tekur fullt af gómsætu dóti og stútar því gjörsamlega í mortéli þar til það er orðið að mauki. Eflaust væri auðveldara að gera þetta í matvinnsluvél en ég bý ekki svo vel að eiga þannig tæki.

Ég tók bakbeinið úr kjúklingnum og flatti hann út til að hann yrði fljótari að grillast. Ég skar líka rákir í kjötið til að kryddmaukið næði virkilega að smjúga inn í fuglinn.

Ég nuddaði svo kryddmaukinu vandlega inn í kjúklinginn og þræddi tvo pinna í gegnum hann til að það væri auðveldara að meðhöndla hann á grillinu.

Gunnar grillaði svo að sjálfsögðu :)

Grillaður thai kjúklingur
Fyrir 4

1 kjúklingur
2 stilkar sítrónugras
1 bolli kórander
3 stór hvítlauksrif
1 þumall engifer
4 vorlaukar
1 rauður chili
1 lime, börkurinn + safinn
1 msk olía
2 msk fiskisósa

Setjið sítrónugras, kóreander, hvítlauksrif og engifer í mortél eða matvinnsluvél og maukið vel.  Saxið vorlauk og chili niður og blandið saman við maukið. Bætið limeberki, limesafa, olíu og fiskisósu út í og blandið vel saman.

Takið bakbeinið úr kjúklingnum og fletjið hann út. Skerið rákir í kjötið og nuddið svo kryddmaukinu vel ofan í kjúklinginn.

Grillið kjúklinginn á miðlungshita í rúman hálftíma eða þar til hann er alveg gegnsteiktur (eldunartíminn fer eftir stærð).

Athugasemdir:

Kryddmaukið mun að einhverju leyti brenna af en það er allt í lagi. Það verndar kjúklinginn sjálfan frá því að brenna og  bragðið af maukinu skilar sér vel.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Grillaður thai kjúklingur”

 1. Krissa Says:

  Naaamm! Held að það sé fátt girnilegra en heilgrillaður kjúklingur.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já ég er sko sammála! Eina trikkið er að ná að grilla hann alveg í gegn án þess að hann sé algjör brunarúst en við erum að ná tökum á því smá saman ;)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: