Bökuð epli með möndlusmjöri

02/06/2012

Eftirréttir

Þið afsakið vonandi hversu langt er síðan ég hef látið heyra í mér en það er búið að vera vægast sagt brjálað að gera síðan ég kom heim til Íslands. Ég var auðvitað að vinna alla vikuna og var í ofanálag svo dugleg að þeytast á milli húsa að vísitera að ég er satt að segja pínu uppgefin! Ég er þó ekki að kvarta enda er alveg æðislegt að hitta alla. Næsta vika verður væntanlega ansi viðburðarík líka en ég verð vonandi aðeins duglegri að elda eitthvað gott eftir að eiginmaðurinn kemur heim á morgun.

Í gær renndi ég upp á Skaga til mömmu og pabba og fékk þessar líka dýrindis svínakótilettur í kvöldmat. Hún klikkar ekki á matnum hún móðir mín :) Ég fékk algjört aha-móment þegar ég rak augun í matvinnsluvélina hennar mömmu því mig hefur lengi langað til að prófa að gera möndlusmjör en þar sem ég á enga matvinnsluvél sjálf þá hef ég ekki látið verða af því. Ég ákvað því að láta slag standa og útbúa handa okkur lítinn (nánast) sykurlausan desert.

Það er alveg rosalega einfalt að gera möndlusmjör en það eina sem þarf til þess eru möndlur, matvinnsluvél og þolinmæði.

Setjið möndlurnar í matvinnsluvélina ásamt salti og setjið af stað. Fyrst um sinn verða möndlurnar mjölkenndar.

Smá saman fer olían í möndlunum að losna og áferðin verður aðeins klístraðri.

Enn þarf lengri tíma og það þarf mjög reglulega að stoppa matvinnsluvélina til að losa möndlurnar frá hliðinum. Að lokum verður til silkimjúkt möndlusmjör! Á þessum tímapunkti er möndlusmjörið heitt enda hefur það verið að snúast í matvinnsluvélinni í 10-15 mínútur og núningurinn sem losar olíuna hitar einnig smjörið. Ég bræddi smá súkkulaði og setti út í til að fá smá Nutella fílíng í smjörið.

Eftir að þetta var búið að snúast nokkra hringi í viðbót var möndlusmjörið endanlega tilbúið. Útkoman var einhverskonar blanda af hnetusmjöri og Nutella með möndlubragði. Æðislega gott. Það má nota möndlusmjörið á sama hátt og hnetusmjör er notað vanalega en auðvitað er möndlubragð af því.

Ég ákvað að fylla bökuð epli með möndlusmjörinu og gera lítinn desert. Ég fjarlægði kjarnann úr tveimur litlum eplum með litlum hníf þannig að það kæmi ekki gat í gegn og fyllti svo gatið með möndlusmjöri.

Eftir 30-40 mínútur í 180° ofni voru eplin tilbúin. Þetta var alveg æðislega gott með smá rjóma og nánast alveg sykurlaust. Namm!

Bökuð epli með möndlusmjöri
Fyrir 6

200 g möndlur með hýði
50 g 70% súkkulaði
1 tsk maldon salt
6 lítil epli

Hitið ofninn í 180°C.

Setjið möndlurnar í matvinnsluvél ásamt saltinu. Setjið vélina í gang og leyfið henni að ganga þar til möndlurnar eru búnar að umbreytast í silkimjúkt möndlusmjör. Þetta tekur 10-15 mínútur og það þarf að stöðva vélina reglulega til að skafa möndlurnar af hliðum matvinnsluvélarinnar.

Bræðið 50 g af súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið saman við möndlusmjörið þegar það er tilbúið. Blandið vel saman í matvinnsluvélinni.

Fjarlægið kjarnann úr eplunum með litlum hníf án þess að fjarlægja botninn. Fyllið hol eplin með möndlusmjöri og bakið í 30-40 mínútur eða þar til eplin eru orðin alveg mjúk. Berið fram með rjóma ef hann er til.

Athugasemdir:

Notið lítil epli þar sem eitt lítið epli er alveg feykinóg fyrir hvern og einn.

Það verður mögulega afgangur af möndlusmjörinu en það er ekkert leiðinlegt að eiga smá afgang!

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: