Jarðarberjavodka

24/05/2012

Drykkir

Þið munið kannski eftir því að ég var að tala um æðislegu jarðarberin sem fylla allar búðir hérna þessa dagana og hvað mig langaði að gera allt úr þeim? Einhvernveginn fannst mér rökréttast að gera áfengi úr þeim :) Ókei ég gerði kannski ekki beint áfengi en ég gerði áfengið miklu bragðbetra!

Hugmyndin kom héðan og þetta er svo fáránlega auðvelt og mikill no-brainer að það er alveg furðulegt að mér hafi ekki dottið þetta í hug fyrr. Er það ekki yfirleitt þannig með bestu hugmyndirnar samt? Nú langar mig að gera bragðbætt vodka með allskonar ávöxtum. Kiwi væri t.d. alveg örugglega frábært.

Maður tekur sem sagt bara hrúgu af jarðarberjum…

Hreinsar þau, sker í tvennt og setur í krukku…

Hellir vodka yfir, lætur standa í þrjá daga og hristir krukkuna öðru hvoru…

Eftir þrjá daga síar maður svo jarðarberin frá og eftir stendur blóðrautt vodka. Þetta er ekki svona nasty bragðbætt vodka sem maður kaupir úti í búð heldur er alvöru ferskt jarðarberjabragð af því og liturinn svo fallega rauður. Engin gerfiefni, enginn sykur… bara jarðarber og vodka.

Það er hægt að nota þetta á óteljandi vegu en ég bjó til einfaldan drykk til að leyfa jarðarberjabragðinu að njóta sín. Þessi uppskrift nægir í tvo drykki.

120 ml jarðarberjavodka (8 msk)
120 ml vatn  (8 msk)
2 lime, safinn
2 msk agave sýróp

Hristið allt saman með miklum klaka. Skiptið í tvö glös, setjið heilan klaka út í og skreytið með lime. Það má bæta meira vatni út í drykkinn ef það vantar meiri vökva (fer dálítið eftir klakamagni og hversu vel er hrist). Skál!

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Jarðarberjavodka”

 1. Nanna Says:

  Oh, nú væri gaman að mega drekka þetta hljómar alltof vel. Í fyrrasumar gerði ég gúrkuvodka (einmitt með uppskrift frá Shutterbean) og það var ó-svo-gott með tóniki. Rosalega ferskt og frískandi í þrúgandi sumarhitanum :)

  Reply

 2. kristjanagudjonsdottir Says:

  Smá forvitni hérna megin: Hver á þriðju höndina? :P

  Annars finnst mér þetta svo fallegt í stóru krukkunni að það liggur við að ég myndi vilja drekka svona úr krukku. Bara minni krukku – engin græðgi eða neitt sko ;)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Drykkir úr krukku eru auðvitað æði og ef krukkan er lítil þá er það ekkert græðgi ;) Já og það er Bjössi sem á þriðju höndina!

   Reply

Trackbacks/Pingbacks

 1. Ananas- og myntuvodka | Eldað í Vesturheimi - 11/05/2013

  […] og láta hann liggja í vodkalegi í einhvern tíma – Kristín Gróa bjó til dæmis til þennan girnilega jarðarberjavodka í fyrrasumar. Það er í raun mjög fínt að nota einhvern ódýran vodka í þennan drykk, […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: