Lime- og kókoskaka

23/05/2012

Kökur

Já ég bakaði köku og það alvöru köku með alvöru sykri. Það var nú aldeilis skemmtileg tilbreyting! Mig langaði að hafa frekar einfaldan desert í matarboðinu sem við vorum með um síðustu helgi og var alveg staðráðin í því að baka einhverja létta og einfalda köku. Ég beit það svo í mig að vilja gera köku með lime og kókos og eftir nokkra leit þá endaði ég á þeim stað sem ég byrja yfirleitt að leita að góðum uppskriftum en það er á síðunni Smitten Kitchen.

Uppskriftin er upphaflega fengin úr Gourmet blaðinu svo hana má líka nálgast á Epicurious. Í henni er sett mjög létt “glaze” yfir kökuna en ég vildi endilega gera smjörkrem svo ég fann uppskrift að lime smjörkremi og setti það ofan á í staðinn. Kakan var stórgóð en hún molnaði nú samt aðeins meira en ég hefði viljað. Ég ætla að kenna ofninum mínum um en hann er held ég fullheitur.

Ég notaði key lime í kökuna en auðvitað má alveg nota venjuleg lime. Key lime eru pínulítil og aðeins öðruvísi á bragðið en venjuleg lime.

Það var dálítil vinna að kreista öll þessi lime!

Ofan á kökunni eru ristaðar kókosflögur. Mmmm…

Munið þið eftir trikkinu með að stinga bökunarpappírsbútum undir kökuna áður en byrjað er að skreyta? Það kom sér sko vel hér.

Lime og kókoskaka

Í kökuna þarf:

1 bolla kókosflögur*
110 g smjör
1 1/4 bolla sykur
1 msk raspaðan limebörk
2 stór egg
1 3/4 bolli sjálflyftandi hveiti**
3/4 bolli mjólk
2 msk nýkreistan limesafa

Í kremið þarf:

110 g mjúkt smjör
1 tsk vanilludropa
1/8 tsk salt
450 g flórsykur
3 msk nýkreistan limesafa
2 msk mjólk

Hitið ofninn í 175°C.

Smyrjið hringlaga form með lausum botni. Ég klippti líka út bökunarpappír og setti í botninn til að vera alveg örugg um að ná kökunni úr forminu (nýtt form svo maður veit aldrei!).

Setjið kókosflögur á bökunarplötu og ristið í ofni þar til þær eru orðnar gylltar. Fylgist ofboðslega vel með þeim og hrærið öðruhvoru í þeim því þær eru fljótar að brenna. Kælið.

Þeytið saman smjör, sykur og limebörk þar til ljóst og létt. Þeytið eggin saman við eitt í einu og blandið vel á milli.

Blandið hveiti og helmingnum af kókosflögunum saman (hinn helmingurinn fer ofan á kökuna). Blandið mjólk og limesafa saman.

Blandið hveitiblöndu og mjólkurblöndu rólega saman við sykurblönduna til skiptis. Byrjið og endið á hveitiblöndunni.

Hellið deiginu í bökunarformið, sléttið úr því og setjið inn í ofn. Bakið í 40-45 mínútur eða þar til kakan er gyllt og bökuð í gegn (ég nota tannstönglatrikkið til að athuga það).

Kælið kökuna, losið úr forminu og fjarlægið bökunarpappírinn ef þið notuðuð hann.

Þeytið saman smjör, vanilludropa og salt þar til ljóst og mjúkt.

Þeytið flórsykurinn saman við í skömmtum og bætið limesafa og mjólk út í inn á milli, sirka eina matskeið í einu.

Smyrjið kreminu á kalda kökuna og stráið restinni af kókosflögunum ofan á.

*Ég notaði hefðbundnar amerískar sætar kókosflögur en það er örugglega alveg hægt að nota venjulegar kókosflögur. Það er kannski spurning um að leyfa þeim hluta þeirra sem fer í deigið að fara einn snúning í matvinnsluvél fyrst.

**Sjálflyftandi hveiti er annað amerískt fyrirbæri. Ég var nætum búin að nota ráðleggingarnar í uppskriftinni og gera mitt eigið en endaði á að kaupa það. Hennar ráð til að gera sjálflyftandi hveiti er að bæta 1/2 tsk af salti og 1 tsk af lyftidufti út í hvern bolla af hveiti, sigta blönduna og mæla svo þá blöndu í uppskriftina.

Uppskriftin að kökunni er frá Smitten Kitchen. Uppskriftin að kreminu er aðlöguð frá Southern Living.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

11 Comments on “Lime- og kókoskaka”

 1. Nanna Says:

  En girnilegt! Smitten Kitchen reddar alltaf deginum hjá okkur í Brooklyn líka :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já allar uppskriftir sem ég hef prófað frá henni hafa heppnast alveg ofboðslega vel. Mér fannst svo fyndið að enda á hennar síðu þegar ég hafði svona sérstaka hugmynd um hvað ég vildi gera þar sem ég byrja yfirleitt á því að skoða uppskriftalistann hennar :)

   Reply

 2. Þórdís Says:

  Snillingur ertu! :)

  Reply

 3. kristjanagudjonsdottir Says:

  Jeeebus hvað þetta er girnilegt! Og lime og kókos blandan fullkomin í sumareftirrétt! :)

  Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  Mig grunar líka að limesmjörkrem sé á topp 5 yfir það besta sem mögulega er hægt að gera við lime – og er þó úr ansi mörgu að velja!

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já og samkvæmt uppskriftinni átti að setja limebörk í kremið sem er örugglega enn betra en ég vildi halda kreminu alveg hvítu. Mmmm lime!

   Reply

   • kristjanagudjonsdottir Says:

    Já, kremið er náttúrulega svo fallegst svona alveg hvítt með ristuðu kókosflögunum. Limebörkurinn er svakalegt cherry on top ef maður þarf ekki að pæla í litnum. Nú, eða ef maður vill smá grænt – mér finnst t.d. æðislegt að sjá ofur fínrifinn börkinn í limeostaköku. Namm namm namm :)

    Reply

    • Kristín Gróa Says:

     Já limebörkur er rosalega fallegur (og góður!) en mér fannst einmitt að þetta yrði of busy með kókosmjölinu… allt annað mál með ostaköku ;)

     Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: