Crostini á þrjá vegu

21/05/2012

Brauð, Forréttir

Í ljósi þess að við erum á leiðinni heim í sumar”frí” þá ákváðum við að láta loksins verða af því að bjóða vinum okkar hérna í mat áður en við stingum af. Mér finnst alveg rosalega gaman að halda matarboð en einhverra hluta vegna höfum við verið alveg ferlega löt við það að bjóða fólki heim hérna úti.

Aðalrétturinn var heilsteikt ribeye með snjóbaunum og salati en heilsteikt ribeye er líklega auðveldasti matarboðsréttur í heimi. Það þarf í raun ekkert að gera nema brúna það hringinn á pönnu, henda því svo inn í 100°C ofn og gleyma því í tvo tíma. Það er fáránlega einfalt!

Þar sem aðalrétturinn var svona einfaldur þá leyfði ég mér aðeins að dúlla við forréttinn í staðinn. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ef það eru fleiri en fjórir að borða þá sé tómt tjón að vera með alvöru forrétt sem þarf að setjast niður og borða með hnífapörum. Fyrir stærri hóp þá er miklu skemmtilegra að hafa eitthvað smátt til að narta í yfir nokkrum drykkjum.

Ég gerði þess vegna þrjár tegundir af crostini og við sátum úti í sólinni og spjölluðum, nörtuðum í crostini og drukkum bjór… þar til þrumuveður dagsins rak okkur inn.

Brúnaðir sveppir…

Basilmarineruð jarðarber…

Mmmm!

Crostini á þrjá vegu

Hitið ofninn í 200°C. Skerið baguette niður í frekar þunnar sneiðar, raðið á ofnplötu og bakið í ofni þar til brauðið er byrjað að brúnast aðeins.

Crostini með ricotta og hunangi

Skerið hvítlaukrif í tvennt of nuddið sárinu yfir brauðsneiðarnar.

Setjið kúfaða teskeið af ricotta osti á hverja brauðsneið. Látið smáræði af hunangi yfir hverja sneið en best er að reyna að setja það á úr talsverðri hæð svo það dreifist fallega. Piprið og stráið maldon salti yfir.

Crostini með sveppum og graslauk

450 g sveppir
4 hvítlauksrif
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
75 ml hvítvín
1/2 msk dijon sinnep
60 ml rjómi
2 msk graslaukur + meira til að strá yfir
Hálf sítróna

Hitið smjör og olíu á pönnu. Skerið sveppi frekar smátt niður og steikið svo á pönnunni. Þegar sveppirnir eru að verða brúnaðir bætið þá hvítlauknum út í og steikið þar til hann er orðinn mjúkur.

Setjið hvítvín út í og leyfið að gufa aðeins upp. Bætið sinnepi, rjóma og graslauk út í.

Skerið hvítlaukrif í tvennt of nuddið sárinu yfir brauðsneiðarnar.

Setjið u.þ.b. matskeið af sveppablöndu á hverja brauðsneið. Stráið graslauk yfir.

Crostini með geitaosti og basilmarineruðum jarðarberjum

Í basilsýrópið þarf:

1/4 bolli sykur
1/4 bolli vatn
5 stór basillauf, skorin niður

Í crostini-ið þarf:

330 g jarðarber
100 g geitaostur
Lítil basillauf

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið sykur og vatn í pott og hitið þar til sykurinn er bráðnaður. Bætið basil út í og leyfið að standa í 15 mínútur. Fjarlægið basil og geymið sýrópið.

Setjið jarðarberin í lítið ofnfat (skerið þau í tvennt ef þau eru mjög stór), hellið sýrópinu saman við  og blandið vel saman. Setjið inn í ofn í u.þ.b. hálftíma og leyfið svo að kólna.

Smyrjið geitaosti á brauðsneiðarnar, setjið eitt jarðarber ofan á og lítið basillauf sem skreytingu.

Uppskriftin að jarðarberjacrostini er fengin frá Confections of a foodie bride.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: