Asískar salatvefjur

Ég veit að ég er ekki ein um að standa í eilífri baráttu um að finna eitthvað hollt, gott og umfram allt fljótlegt til að hafa í kvöldmatinn. Ég sá uppskrift frá Jamie Oliver um daginn þar sem hann gufusauð asíska kálböggla og fannst hugmyndin ansi góð. Vandamálið er að bambusdallarnir mínir eru vandlega geymdir heima á Íslandi svo það er frekar erfitt fyrir mig að gufusjóða nokkuð og þar að auki hef ég aldrei verið neitt sérstaklega spennt fyrir soðnu káli.

Ég hef verið að spá í þessu í dálítinn tíma og ákvað á endanum að gera bara það sem er einfaldast. Steikja fyllinguna og bera hana svo fram í fersku káli. Þá þarf ekkert að vefja, gufusjóða eða vesenast!

Uppistaðan í réttinum er kjúklingahakk. Ég kaupi hormónalausa, sýklalyfjalausa og “vegetarian” kjúklingahakkið þó það sé dýrara enda aldrei að vita hvað leynist í matnum hérna í Bandaríkjunum. Það má algjörlega skipta kjúklingahakki út fyrir svínahakk.

Ég er með einhverja áráttu gagnvart fallegu grænmeti þessa dagana sem er svo sem ágætis árátta :) Mér fannst þetta græna svo fallegt að ég tók bara mynd af því en ég setti nú ýmislegt annað út í.

Það er bókstaflega öllu hráefni nema kálinu blandað við hakkið, öllu hrært saman og svo steikt á pönnu.

Kál, fylling, plómusósa. Gerist varla einfaldara :)

Eitt kálblað, fylling og sletta af plómusósu. Borða með höndunum… namm!

Asískar kálvefjur
Fyrir 2-3

450 g kjúklingahakk (má nota svínahakk)
3 vorlaukar
1/2 bolli kóreander + meira til að strá yfir
1/2 – 1 chili
2 hvítlauksrif
1 “þumall” engifer
1 lime (safinn)
1 msk fiskisósa
1/2 msk sesamolía
1 msk hoi sin sósa (ef þið eigið hana til)
Salat sem hægt er að aðskilja auðveldlega (ég notaði “bibb lettuce”)
Plómusósa/ súrsæt sósa,/sweet chili sósa (eða hvaða önnur sæt asísk sósa sem ykkur þykir góð).

Saxið vorlauk, kóreander, chili, hvítlauk og engifer smátt. Setjið í skál ásamt hakkinu.

Bætið limesafa, fiskisósu, sesamolíu og hoi sin sósu (ef notuð) út í. Blandið öllu mjög vel saman.

Hitið smá olíu á pönnu. Steikið hakkblönduna vel þar til kjötið er orðið gegnsteikt og mest af vökvanum sem myndast hefur gufað upp.

Aðskiljið salatlaufin, skolið þau og þerrið.

Setjið fyllingu á salatlauf, setjið sósu yfir og njótið!

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Asískar salatvefjur”

  1. Þórdís Says:

    Þetta líst mér mjög vel á!

    Reply

  2. kristjanagudjonsdottir Says:

    Er þetta ekki fullkominn léttur sumarréttur? Ég hlakka til að prófa – mér finnst þetta hljóma mun betur svona í fersku kálblaði en gufusoðnu.

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: