Þúsund kílómetra helgin

14/05/2012

Daglegt líf, Ferðalög

Það var nú ekkert lítið viðburðarík helgin hjá okkur í þetta sinn enda keyrðum við 1000 kílómetra og geri aðrir betur! Bjössi bróðir kom til okkar á föstudaginn og eldsnemma á laugardagsmorguninn brunuðum við af stað til Key West sem er í fimm og hálfs tíma fjarlægð héðan.

Þetta annars frábæra helgarfrí byrjaði reyndar á mjög svo hræðilegan hátt. Þannig var mál með vexti að við vorum að keyra yfir háa brú frá Islamorada þegar við mættum Ford Explorer. Bíllinn stöðvaðist á brúnni og út úr honum kom maður sem leit flóttalega í kringum sig og hljóp svo framfyrir bílinn í þann mund sem við keyrðum framhjá. Mér fannst þetta rosalega undarlegt svo ég leit í baksýnisspegilinn en sá þá bara manninn hoppa fram af brúnni! Ég æpti alveg upp yfir mig “GUÐ MINN GÓÐUR HANN HOPPAÐI FRAM AF BRÚNNI!” enda trúði ég varla eigin augum.

Við keyrðum niður brúna, stöðvuðum bílinn og ætluðum að fara að hringja á 911 en sáum þá lögreglubíl koma með sírenurnar á fullu. Stuttu síðar birtust sjúkrabílar og fleiri lögreglubílar. Maðurinn var dreginn upp úr sjónum og þeir reyndu að lífga hann við í rúman hálftíma en hann var dáinn. Þar sem ég sá manninn hoppa fram af brúnni þá þurfti ég að gefa lögreglunni skýrslu og lögreglumaðurinn sem talaði við mig útskýrði fyrir okkur í stuttu máli hvað hafði gerst. Lögreglan hafði sem sagt komið að manninum þar sem hann var að reyna að fremja sjálfsmorð með því að leiða slöngu úr pústinu inn í bílinn. Þegar maðurinn sá lögregluna þá rauk hann af stað með slönguna inni í bílnum, keyrði upp á brúna og kastaði sér svo fram af. Alveg hræðilegt. Það er hægt að lesa frétt um þetta hérna.

Þetta leiðindamál tafði för okkar um klukkutíma og ég var nú þar að auki frekar “rattled” eftir þetta enda ekki gaman að sjá mann taka sitt eigið líf. Við vorum nú samt tiltölulega fljót að taka gleði okkar þegar við komum til Key West.

Við hentum töskunum inn á hótel og svo var bara kominn tími á margarítu í paradís :)

Það er svona frekar huggulegt í Key West.

Þar eru líka lausir hanar á vappi.

Við erum svo myndarleg hjónin.

Húsin eru líka engu lík.

Ég fékk mér kókoshnetu en kunni nú reyndar ekkert allt of vel að meta innihaldið!

Gunnar fékk sér bara stóran ís ;)

Við gengum líka fram á einn af mörgum stöðum sem selja key lime pie.

Við stóðumst að sjálfsögðu ekki freistinguna og deildum einni sneið :) Namm!

Við lögðum af stað aftur heim eldsnemma á sunnudagsmorgni en stóðumst við ekki mátið og komum við í Miami enda hafði Bjössi aldrei komið þangað. Við tókum ansi duglegan göngutúr um Miami Beach og héldum svo áfram ferðinni heim. Þvílíkt ferðalag!

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

8 Comments on “Þúsund kílómetra helgin”

 1. Heiða Halls Says:

  VÁ…ofurkeyrsla á skömmum tíma! Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að sjá manninn stökkva fram af brúnni….get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið! En gott að þið gátuð notið ykkar í ferðalaginu samt sem áður :)

  Reply

 2. Erla Þóra Guðjónsdóttir Says:

  Jeminn eini! En rosalegt að verða vitni að þessu :/

  Reply

 3. Kristín Gróa Says:

  Já þetta var bara svo óraunverulegt. Í bíómyndunum eru svona jumpers alltaf hikandi að mana sig upp í að stökkva en gaurinn bara vippaði sér út úr bílnum og stökk fram af án þess að hika. Ég er ekki enn alveg að fatta þetta :S

  Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  Æjj jebus, en hræðileg byrjun á ferðalagi :/ En gott að þið náðuð að njóta helgarinnar í paradís! Hvar enduðuð þið á að borða í Key West? ;)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Á mjög casual stað sem heitir Two Friends. Fengurm okkur ostrur og conch fritters í forrétt og blandaða sjávarrétti í aðalrétt… nammigott! :)

   Reply

 5. Ingunn Says:

  Sælll………!!!

  Reply

 6. Hanna Says:

  Ja… maður segir nú enn og aftur – svona gerist bara í ameríkunni. (ekki bókstaflega auðvitað), en hræðilegt. En Æðislegar myndir, yndislegt sumar og sól og gaman að sjá myndirnar af ykkur og heiðursgestinum :-)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: