Brokkolísúpa

10/05/2012

Súpur

Svo við höldum nú áfram með græna þemað þá kemur hérna uppskrift að agalega góðri brokkolísúpu. Ég hef reynt að halda máltíðunum tiltölulega léttum þessa vikuna þar sem við erum að fara til Key West um helgina og mig grunar að þar verði engin hófsemi í mat og drykk.

Bandaríkjamenn eru voðalega mikið fyrir það að gera brokkolí- og ostasúpur en mér finnst áferðin á þeim alltaf frekar undarleg. Osturinn blandast ekki nógu vel við súpuna og festist við tennurnar sem er frekar óþægilegt. Mig langaði samt ekki að gera venjulega uppbakaða súpu svo mér datt í hug að nota sömu aðferð og ég nota fyrir tómatsúpuna mína. Ofnsteikt brokkolí er nefnilega ofboðslega bragðmikið og gott.

Þetta gæti varla verið einfaldara. Brokkolí og hvítlaukur fara í ofnskúffu með ólífuolíu, salti og pipar. Inn í 200°C heitan ofn í sirka hálftíma eða þar til hvítlaukirinn er orðinn mjúkur og brokkolíið gegnsteikt.

Fyrir:

Eftir:

Á meðan grænmetið er í ofninum er einn blaðlaukur skorinn niður og steiktur létt á pönnu í ólífuolíu. Kjúklingasoði hellt út í og látið malla við mjög vægan hita í svona 10 mínútur. Svo er bara að blanda öllu saman eftir að það er aðeins búið að kólna. Þetta þarf mögulega að gera í tveimur atlögum.

Hella í pott, bæta rjóma og sítrónusafa út í. Salta og pipra eftir smekk. Bera kannski fram með smá sýrðum rjóma?

Brokkolísúpa
Fyrir 2 – 3

1 stórt brokkolíhöfuð
1 heill hvítlaukur
1 blaðlaukur
750 ml kjúklingasoð
200 ml matreiðslurjómi
1/2 – 1 sítróna
Ólífuolía
Salt
Pipar
1 tsk sykur/agave/hunang (sjá athugasemd)
Sýrður rjómi (má sleppa)

Hitið ofninn í 200°C.

Brjótið brokkolíið niður og hendið hörðum stilkum. Skerið toppinn af hvítlauknum. Setjið á bökunarplötu ásamt ólífuolíu, salti og pipar og blandið öllu vel saman. Steikið í ofninum í u.þ.b. hálftíma eða þar til hvítlaukurinn er orðinn mjúkur en brokkolíið ekki of brúnt.

Skerið blaðlauk niður og steikið á pönnu í smá ólífuolíu. Hellið kjúklingasoði út í og leyfið að malla við vægan í hita í u.þ.b. 10 mínútur.

Leyfið grænmeti og soði að kólna lítillega. Fjarlægið hvítlaukinn úr hýðinu og maukið svo allt saman í blandara.

Hellið í pott, hitið að suðu og bætið rjóma út í. Bragðbætið með sítrónu, salti og pipar eftir smekk. Setjið matskeið af sýrðum rjóma út í tilbúna súpuna ef þið kjósið.

Athugasemdir:

Passið ykkur á því að brúna broccoli-ið ekki of mikið því það mun gefa súpunni beiskt bragð. Ef þið finnið beiskt bragð af súpunni þá er hægt að draga úr því með því að bæta smá sykri/agave/hunangi út í hana og jafnvel smá auka sítrónusafa.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Brokkolísúpa”

  1. Ingunn Says:

    Mmmmmm….girnilegt, ætla að prófa þessa fljótlega :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: