Kjúklingavefjur með karrý og eplum

Ég var einu sinni sem oftar að horfa á Food Network um daginn (já þetta er alveg á mörkum þess að vera vandamál) og þar var blessunin hún Ina Garten að útbúa mat í fína Hamptons húsinu sínu. Í þetta sinn var hún að útbúa kjúklingavefjur með karrý sem mér leist alveg ofboðslega vel á fyrir utan selleríið sem hún setti í þær. Í alvöru gott fólk, hvað er með allt þetta sellerí? Euggh. Jæja já en hugmyndin fannst mér góð svo ég ákvað að gera mína eigin útgáfu af svona vefjum.

Þessar vefjur væru fullkomnar sem hádegismatur um helgi eða sem nesti fyrir langan bíltúr. Þetta er líka ofboðslega góð leið til að nýta afgangs kjúkling.

Ég byrjaði á því að steikja tvær kjúklingabringur sem voru enn á beininu og með húðinni á. Þær verða miklu bragðmeiri svona heldur en ef þær eru steiktar bein- og húðlausar. Það er nú samt að sjálfsögðu hægt að nota hvaða kjúklingakjöt sem er í réttinn.

Þegar kjúklingurinn var búinn að kólna þá tók ég hann af beinunum og reif hann niður. Ég tók húðina af því hún verður mjúk og ólystug í sósunni.

Saxa vorlauk, grænt epli og kóreander. Allt svo grænt og fallegt.

Blanda svo öllu hráefninu saman.

Þá er komið að því að vefja. Hér er auðvitað lykilatriði að falla ekki í þá gryfju að troða of miklu í vefjuna (hver kannast ekki við það?).

Einn…

Tveir…

Þrír…

Fjórir!

Það er ekkert verra að renna þessu niður með smá cider :)

Kjúklingavefjur með karrý og eplum
Fyrir 6 sem léttur réttur

2 steiktar kjúklingabringur (eða samsvarandi magn af öðru kjúklingakjöti)
1/2 grænt epli
1/2 bolli kóreander
2 vorlaukar
3 msk rúsínur
1/2 bolli létt-majónes
1/2 bolli sýrður rjómi
2 msk mangó chutney
1 lime (safinn)
1 msk karrý
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
6 stórar tortilla kökur

Rífið kjúklingakjötið niður í hæfilega bita, ekki of smátt.

Saxið epli, kóreander og vorlauk nokkuð smátt niður.

Blandið þessu öllu saman við restina af hráefninu í stórri skál.

Setjið fyllinguna í tortilla kökurnar og vefjið þær þétt.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

16 Comments on “Kjúklingavefjur með karrý og eplum”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  Fallegt! Grænu tortillurnar eru æði.

  Og sjimminí já, hrátt sellerí er bara óbjóður. Bakað og í pottréttum er það hins vegar fínt. Kóríander hins vegar, uss :P

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Haha já ég skil algjörlega að fólki þyki kóreander ekki gott þó mér finnist það æði. Það hefur mjög sérstakt bragð. Það má líka algjörlega sleppa því í þessu tilfelli :)

   Ég myndi nú kannski ekki ganga svo langt að segja að sellerí sé fínt eldað en það er bærilegra!

   Reply

   • kristjanagudjonsdottir Says:

    Haha já, ok, bærilegra. Mér finnst það ágætt í pottréttum og ofnbökuðum réttum – semsagt þegar það er alveg ofureldað :P Merkilegt hvað bragðið breytist við það. Svipað reyndar með kóríanderið, ég get alveg borðað það eldað en ferskt finn ég of mikið sápubragð híhí

    Reply

 2. Þórdís Says:

  Þetta líst mér alveg ofboðslega vel á Kristín! Hinnsvegar skil ég ekkert í fólki sem finnst sellerí ekki gott :D

  Reply

 3. Linda Rún Says:

  Ég er alveg á sama máli og þú Kristín v. sellerí og kóreander. Finnst sellerí vera afkvæmi kölska en kóreander er nammi namm…skil samt vel að margir fíli það ekki…td. maðurinn minn :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já ég held að við séum ekkert einar um þetta með selleríið. Ég hef reyndar alveg keypt sellerí en það er þá bara ef ég er að fylgja eftir uppskrift og það á að elda það alveg í rot. Hrátt snerti ég það ekki :)

   Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  Úff, öll þessi comment um sellerí urðu til þess að mér datt í hug ‘ants on a log’. Ekki bara ógeðslegt nafn heldur einkar ólystugt http://bonfirehealth.com/wp-content/uploads/2011/09/ants.jpg Ég er að hugsa um að smakka þetta einhvern tíma bara til að staðfesta að mér finnist þetta ógeðfellt! :P

  Reply

 5. kristjanagudjonsdottir Says:

  Ég veit! Hvort ætli sé verra – nafnið eða bragðið?

  Reply

 6. Heiða Halls Says:

  Þetta er fremur ógeðsleg blanda!! En ég borða sellerí eins og saltstangir :)

  Reply

 7. Heiða Halls Says:

  sellerí og hnetusmjör of course :) hitt er bara himneskt, hugsa ég :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: