Fimm hlutir sem gleðja mig

08/05/2012

Daglegt líf

1. Tilhugsunin um að við séum að fara til Key West um helgina. Víjj! Þó það sé langt að keyra þangað þá er akstursleiðin svo ótrúlega mögnuð og falleg að mér er alveg sama. Við eigum bókað herbergi á sama krúttulega gistihúsinu og við gistum á í fyrra (sjá meðfylgjandi mynd) sem er á næsta horni við Duval Street. Bónus verður að Bjössi bróðir verður með! Ég get ekki beðið!

2. Sú staðreynd að það styttist í Íslandsferð. Mikið afskaplega verður gaman að koma heim og hitta alla og mikið afskaplega verður gott að sleppa frá öllum flugnabitum og þrumuveðri.

3. Jarðarberin sem eru núna “in season” hérna og eru stærri, rauðari, safaríkari og bragðbetri en nokkur jarðarber sem ég hef smakkað. Það má mögulega búast við nokkrum jarðarberjafærslum á næstunni.

4. Talandi um jarðarber þá finnst mér þessi jarðarberja- og kókosmargaríta vera girnilegri en flest annað. Margarítuást mín á sér engin takmörk!

5. Úrslitin í The Voice verða tilkynnt í kvöld (já ég er sökker fyrir svona þáttum) og Of Monsters And Men verða í Late Night With Jimmy Fallon í kvöld. Það lítur út fyrir að við munum eyða kvöldinu fyrir framan sjónvarpið :)

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

  1. s.inga Says:

    Gaman að fylgjast með ykkur Kristín mín. Hafið það gott!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: