Pönnukökur með Nutella

07/05/2012

Eftirréttir

Þið afsakið vonandi að ég hafi ekki látið í mér heyra síðan á fimmtudag en við vorum með gesti um helgina svo það gafst lítill tími til skrifa. Systir hans pabba og maðurinn hennar komu við hjá okkur á leið sinni frá Orlando til Naples og gistu í tvær nætur. Það var alveg óskaplega gaman að fá þau í heimsókn og mér fannst heldur ekkert leiðinlegt að fá að elda ofan í fleiri en mig og Gunnar :)

Á föstudagskvöldið gerði ég desert sem ég hef oft gert áður og ef ég man rétt þá kom hugmyndin að honum upphaflega frá Nigellu. Þetta er samt svo mikill no brainer að það er óþarfi að fylgja einhverri fastri uppskrift. Ég veit ekki með ykkur en ég á erfitt með að standast götusala sem selur crepes með nutella og þetta er í raun bara útgáfa af því. Það besta er að það er hægt að undirbúa réttinn fyrirfram og hita svo áður en hann er borinn fram.

Fyrsta skrefið er að búa til pönnukökur. Það er hægt að kaupa tilbúnar pönnukökur til að flýta enn frekar fyrir en mér finnst þær yfirleitt vera of þykkar svo ég vil frekar gera þær sjálf. Ég er nú samt enginn pönnukökusnillingur eins og sést á meðfylgjandi mynd!

Smyrjið nutella á hálfa pönnukökuna og brjótið hana svo saman eins og rjómapönnuköku.

Leggið pönnukökurnar í eldfast mót. Mér finnst voðalega gott að setja sirka matskeið af Cointreau yfir pönnukökurnar ef ég á það til en það er alls ekki nauðsynlegt. Nú er hægt að setja pönnukökurnar til hliðar og geyma þær þar til seinna.

Þegar komið er að því að gæða sér á pönnukökunum þá er ekkert eftir nema að stinga þeim inn í 200°C heitan ofn í sirka 10 mínútur. Þetta þarf að vera nógu lengi í ofninum til að Nutellað mýkist aðeins en ekki svo lengi að pönnukökurnar verði stökkar.

Í þetta sinn bar ég pönnukökurnar fram með jarðarberjum og rjóma en heslihnetur og bananar væru önnur útgáfa. Möguleikarnir eru endalausir!

Pönnukökur með Nutella
Uppskriftin á að duga í átta pönnukökur (plús eina misheppnaða fyrstu pönnuköku!)

1 bolli hveiti (sirka 130 g)
1 egg
50 g smjör, brætt
1 tsk vanilludropar
1 tsk agave eða sykur (má sleppa)
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
Mjólk eftir þörfum

Nutella
1 msk Cointreau (má sleppa)
Þeyttur rjómi
Jarðarber

Blandið öllu því sem á að fara í pönnukökurnar saman og steikið svo pönnukökurnar á pönnukökupönnu.

Smyrjið Nutella á helming hverrar pönnuköku og brjótið þær svo í fernt eins og rjómapönnukökur. Raðið pönnukökunum í eldfast form og dreifið Cointreau yfir ef notað.

Hitið pönnukökurnar í 200°C í u.þ.b. 10 mínútur. Nutellað ætti að mýkjast án þess að pönnukökurnar verði stökkar.

Berið pönnukökurnar fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Sigtið flórsykur yfir diskinn ef þið viljið vanda ykkur extra mikið!

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

10 Comments on “Pönnukökur með Nutella”

 1. Heiða Halls Says:

  Slef….húff ég verð að prufa þetta!!

  Reply

 2. Heiða Halls Says:

  Nákvæmlega…..þess vegna kaupi ég þetta aldrei….þá er bara spurning um að hafa extra mikið af pönnukökum einn laugardaginn með extra miklu á þeim ;)

  Reply

 3. Fjóla Dögg Says:

  Ég hef líka skellt nutella á afgangs tortillur og brotið saman í tvennt og skellt inn í ofn börnum til mikillar gleði.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Það er brilliant hugmynd! Góð leið líka til að nýta tortillur því það er alltaf afgangur af pakkanum sem þornar fljótt upp. Talandi um það þá er samt eitt frekar sniðugt hérna í USA og það er að allir tortillupakkar eru með ziplock svo þær geymast mjúkar og fínar mjög lengi í ísskápnum.

   Reply

   • Fjóla Dögg Says:

    Ég fíla ziplock. Annars keypti ég Godiva súkkulaðispread í Belgíu sem ég ætla að bjóða upp á í innflutningsbrunch. Ég hlakka svo til að prófa og ætla svoleiðis að smyrja því á pönnsur.

    Reply

 4. Heiða Halls Says:

  Doddi bakaði pönnukökur í dag og við höfðum þetta í eftirrétt í kvöld. VÁÁ hvað þetta var gott….við átum bókstaflega yfir okkur! Ég skellti aðeins of miklu Nutella á milli…græðgin að fara með mann….svo ég held ég rúlli mér bara inn að sofa núna :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: