Grísaborgari með eplum, fennel og karamelluðum rauðlauk

03/05/2012

Aðalréttir

Ég rak augun í Donna Hay Magazine í Fresh Market um daginn og þó það væri frekar dýrt (enda innflutt alla leið frá Ástralíu) þá stóðst ég ekki freistinguna að kaupa það. Ég á tvær matreiðslubækur eftir Donnu Hay (12) og ég get sagt ykkur það að hver einasta uppskrift sem ég hef prófað úr þeim er ekkert minna en frábær. Það spillir heldur ekki fyrir að bækurnar eru virkilega fallegar og stílhreinar. Blaðið hennar er ekki síðra og er í sama stíl og bækurnar. Þetta tölublað var með sérstaklega mikið af fallegum mat en það var ein uppskrift sem sló mig alveg um leið. Grísaborgarar með eplahrásalati. JÁ!

Uppskriftin hennar Donnu inniheldur sellerí (eitt af því fáa sem mér finnst vont) svo ég notaði fennel í staðinn enda stökkt grænmeti sem á margt sameiginlegt með sellerí. Ég gerði ýmislegt annað öðruvísi, notaði t.d. mína eigin útgáfu af brúnuðum lauk, en innblásturinn kom frá blaðinu.

Ég vil nú ekki vera of yfirlýsingaglöð en þessir borgarar voru alveg magnaðir. Bragðmikill borgarinn, sætur laukurinn og ferskt salatið pössuðu svo vel saman að við hjónin gátum ekki hætt að umm-a og ahh-a þegar við borðuðum.

Það eina tímafreka við þessa borgara er að gera rauðlaukinn svo við skulum byrja á því. Ég notaði rauðlauk, smjör, balsamedik og rauðvín. Það er í raun alveg nóg að nota bara rauðlauk og smjör en mig langaði að hafa laukinn aðeins beittan. Edikið og rauðvínið gefa sýru og smá beiskju.

Að gera karamellaðan lauk er mjög auðvelt og það eina sem þarf er tími. Byrjið á því að helminga laukinn og skerið hann svo í sneiðar.

Bræðið smjör á pönnu og setjið svo allan laukinn út í. Þetta á eftir að virðast vera allt of mikið magn af lauki fyrir eina pönnu en umfangið mun minnka með smá saman.

Það eina sem þarf að gera eftir þetta er að minnka hitann (ég var með helluna á sirka hálfum hita) til að laukurinn brúnist ekki og hræra öðru hvoru í honum. Ef þið notið balsamedik og rauðvín þá má bæta því út í þegar umfang lauksins hefur minnkað aðeins og hann er orðinn meðfærilegri.

Laukurinn þarf að vera á pönnunni í klukkutíma til að ná að verða virkilega karamellaður. Það er hægt að stytta þennan tíma með því að nota sykur en mér finnst það algjör óþarfi og ekki jafn gott. Laukurinn inniheldur alveg nógu mikinn sykur til að sjá um þetta sjálfur.

Þá eru það borgararnir og hrásalatið. Í það þarf svínahakk, hvítlauk, timjan, fennel fræ, sítrónubörk, gróft sinnep, majones, edik, salt, pipar, epli og fennel (og hamborgarabrauð).

Byrjum á hrásalatinu. Rífið eplið og fennelið niður í þunnar sneiðar. Þetta þarf alls ekki að vera fullkomið eins og þið sjáið. Ef ég væri heima í fína eldhúsinu mínu hefði ég notað mandólín en í staðinn notaði ég lélegt IKEA rifjárn og missti næstum fingur. Það má líka bara skera þetta örþunnt ef manni er annt um fingurna.

Blandið epli, fennel, majonesi, ediki, sítrónuberki, salti og pipar saman. Hrásalat tilbúið!

Þá eru það borgararnir. Setjið svínahakk, fennel fræ, timjan, hvítlauk, salt og pipar saman í skál.

Blandið saman og mótið borgara.

Steikið borgarana á heitri pönnu í smá olíu. Skerið hamborgarabrauð í tvennt og setjið á pönnuna í smá stund. Setjið hrásalat á botninn, næst hamborgarann og að lokum rauðlaukinn. Smyrjið dijon sinnepi á efra hamborgarabrauðið.

Grísaborgari með eplum, fennel og karamelluðum lauk
Fyrir 2

Í laukinn þarf:

4 stórir rauðlaukar
30 g smjör
1/4 bolli (60 ml) balsamedik
3/4 bolli (180 ml) rauðvín

Í hrásalatið þarf:

1 grænt epli
1/2 fennel (eða sirka helmingi minna en af eplinu)
Raspaður börkur af einni sítrónu
1/4 bolli létt-majones
1 tsk edik (hvítvíns eða epla)
1/4 tsk salt
1/4 tsk pipar

Í borgarana þarf:

350 g svínahakk
1 hvítlauksrif
1 tsk fennel fræ
1/2 msk timjan (helst ferskt en má vera þurrkað)
1/4 tsk salt
1/4 tsk pipar
olía
2 tsk sinnep
2 hamborgarabrauð

Helmingið rauðlaukinn og skerið í sneiðar. Bræðið smjör á miðlungsheitri pönnu. Setið allan laukinn á pönnuna. Bætið balsamediki og rauðvíni út í þegar rauðlaukurinn er orðinn aðeins umfangsminni. Eldið við rólegan hita í klukkustund eða þar til laukurinn er orðinn vel karamellaður.

Rífið epli og fennel niður. Raspið sítrónubörkinn fínt niður.  Blandið restinni af hráefninu fyrir hrásalatið saman við þetta þrennt.

Setjið svínahakk í skál ásamt söxuðu hvítlauksrifi, fennel fræjum, timjan, salti og pipar. Blandið vel saman og mótið svo tvo borgara úr hakkblöndunni.

Hitið olíu á pönnu og steikið borgarana í gegn en alls ekki of lengi.

Takið borgarana af pönnunni, skerið hamborgarabrauðin í tvennt og steikið þau í smástund á pönnunni.

Setjið hrásalat á botn hamborgarabrauðanna, þá borgarann og að lokum rauðlaukinn. Smyrjið sinnepi á brauðlokin.

Athugasemdir:

Úr þessu verður miklu meira af rauðlauk en þarf á borgarana en mér finnst gott að gera mikið í einu til að eiga góðan afgang enda tekur þetta talsverðan tíma.

Ef þið nennið ekki að gera rauðlaukinn þá er þetta örugglega mjög gott með tilbúnum sultuðum rauðlauk. Hann er sætari en virkar örugglega mjög vel með þessu.

Ekki steikja borgarana alveg til dauða! Já þetta er svínakjöt og það á ekki að vera hrátt en ef það er of mikið steikt þá verður það þurrt og vont. Minnkið hitann þegar borgararnir eru orðnir vel brúnir og leyfið þeim að steikjast rólega í gegn.

Uppskriftin er aðlöguð frá Donna Hay Magazine.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

10 Comments on “Grísaborgari með eplum, fennel og karamelluðum rauðlauk”

 1. Snorri Sigurdsson Says:

  Slef (ég er semsagt byrjaður að borða svínakjöt aftur).

  Reply

 2. Margrét Björk Says:

  Mmmm maður verður að prófa þetta í sumar. Annars slefa ég álíak mikið yfir öllu sem þú ert að malla í eldhúsinu. Einstaklega gaman að fylgjast með :-)

  Reply

 3. Þórdís Says:

  Þetta lítur út fyrir að vera gott! Ég má til með að hrósa þér líka fyrir uppsettninguna og myndatökuna.. Skemmtilega og fallega unnið :)

  Reply

 4. Helgi Says:

  Þegar ég sá þennan hrikalega borgara um 23:30 í gærkvöld þá langaði mig að grenja :-) Ég er allavega búinn að fara og kaupa það sem þarf til að græja þetta og bíð spenntur eftir morgundeginum svo hægt sé að prófa :-)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Þetta líst mér vel á! Nú er eins gott að hann standi undir væntingum ;)

   Reply

   • Hlgi Eide Guðjónsson Says:

    Jæja….þetta var nú sá allra besti borgari sem ég hef gert. Takk Kristín.
    En ég fór nú ekki alveg eftir uppskriftinni :-) Ég var með Nautahakk, Lime börk og ég notaði 4 hvítlauksrif. Þetta verður núna spari sumarborgarinn hjá mér framvegis.

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: