Fimm hlutir sem gleðja mig

02/05/2012

Daglegt líf

1. Smjörkrems litaskemað sem er í nýjasta Food Network Magazine er svo fallegt að mig langar til að búa til cupcakes í öllum regnbogans litum. Ég sver að þessi mynd dáleiðir mig alveg.

2. Nýja pastavélin mín er algjört yndi. Hún kostaði bara $25 og fyrsta pastagerðin með henni heppnaðist rosalega vel. Við Gunnar hjálpuðumst að við að gera ravioli með ricotta og sveppum sem var virkilega gott (já og svipurinn á Gunnari á þessari mynd er óborganlegur). Nú er bara að halda áfram að æfa sig og fullkomna tæknina.

3. Límonaðiávöxtur! Einhverskonar blanda af greipi, sítrónu og pómeló. Því miður hefur hann leiðinlegasta eiginlega pomelo sem er að það er algjört vesen að borða hann EN það er ekkert mál að kreista hann og gera ljúffenga margarítu. Namm :)

4. Ég er ofsakát yfir því að við erum að fá fleiri heimsóknir á næstunni. Um helgina koma systir pabba og maðurinn hennar og viku seinna kemur Bjössi bróðir. Algjörlega frábært!

5. Ég er pínu ástfangin af Target en það er verst að það er ekki hægt að fara þangað nema koma út með fullt fangið af dóti. Síðast kom ég út með þessa en ég stóðst þá engan veginn fyrir aðeins $30.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

  1. Helgi Says:

    :-)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: