Aspas og egg

Vorið er komið og þó það þýði bara meiri hita og raka hérna í Flórída þá ætla ég að leyfa mér að vera í vorskapi, þó ekki nema bara matarlega séð. Vorið er tíminn þar sem aspasinn er nýr og ferskur og þessa dagana er hægt að kaupa hálft kíló af aspas hérna á rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Það var þess vegna sem ég stóðst ekki mátið í Publix í gær og keypti risastóran pakka af aspas þó ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við hann.

Þegar kemur að nýju fersku grænmeti sem er “in season” (í réttri árstíð? hvernig þýðist þetta?) þá er nú eiginlega best að gera sem minnst við það. Það sem fylgir hér á eftir er því ekki beint uppskrift heldur meira lýsing á því hvernig er best að galdra fram þennan klassíska rétt sem er aspas með linsoðnu eggi. Þetta er ofureinfaldur réttur en til að hann heppnist vel þarf að gera tvennt sem hljómar erfiðara en það er. Annars vegar þarf að sjóða eggið skurnarlaust (poach) og hins vegar þarf að snöggsjóða aspasinn (blanch). Jedúddamía hvað mig vantar íslensku orðin mín en ég vona að þið skiljið hvað ég er að fara.

Byrjum á aspasnum! Það þarf að taka harðari enda stilksins af og samkvæmt kenningunni á maður að beygja aspasinn og þá á harðari endinn að smella af á réttum stað. Ég geri þetta nú yfirleitt svona en passa mig samt að beygja aspasinn við neðri endann því annars brotnar allt of mikið af honum.

Látið suðuna koma upp í potti með vatni og salti og setjið svo aspasinn út í. Látið hann sjóða í 2-5 mínútur (fer eftir því hversu þykkur hann er) eða þar til hann er orðinn skærgrænn á litinn.

Á meðann aspasinn er að sjóða, fyllið þá stóra skál með klökum og vatni (þetta er óneitanlega auðveldara með amerískan klakavélarískáp). Þegar aspasinn er soðinn þá er hann settur beint út í klakavatnið. Það að kæla aspasinn strax eftir suðu stöðvar eldunina og hann helst skærgrænn og stökkur.

Þá er komið að eggjunum en það að gera “poached” egg er eitthvað sem vafðist lengi fyrir mér. Ég datt hins vegar niður á eftirfarandi tækni í Bon Appetit blaðinu og eggin heppnuðust algjörlega fullkomnlega. Þetta er í raun svo einfalt!

Byrjið á því að setja helling af vatni í stóran pott og hitið að suðu.

Á meðan suðan er að koma upp setjið hálfan bolla af ediki (borðedik er fínt) í litla skál og brjótið svo eggið út í skálina. Leyfið egginu að bíða í skálinni í 5 mínútur en þetta verður til þess að hvítan helst saman. Þið ættuð að sjá eggið breytast aðeins í edikinu því hvítan verður örlítið skýjuð.

Þegar vatnið í pottinum er farið að sjóða hrærið þá í því með písk til að mynda hringiðu.

Hættið að hræra í vatninu um leið og hringiðan hefur myndast og látið eggið renna úr skálinni ásamt edikinu. Snúið nú písknum við (eða notið sleif) og hrærið rólega í vatninu utan með pottinum til að viðhalda hringiðunni.

Eggið á aðeins að vera ofan í vatninu í tvær mínútur svo takið tímann. Passið líka að suðan sé mjög hæg og það er í raun í lagi að suðan detti niður eftir að eggið er komið út í. Hitinn í vatninu er alveg nægur til að elda eggið.

Lyftið egginu varlega upp úr vatninu og ef það eru einhverjar litlar eggjahvítutægjur á því þá er einfaldast að klippa þær af með eldhússkærum.

Setjið eggið ofan á aspasinn og kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar. Fullkominn hádegismatur.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Aspas og egg”

 1. Berta Says:

  Snillingur!

  Reply

 2. Óli í nepal (@olafurh) Says:

  sem mikill áhugamaður um að sjóða egg skurnlaus þá hlakkar mig að prófa að blanda edikinu við eggið, en ég hef venjulega sett edikið (hvítvínsedik) út í vatnið fyrir suðu með ágætis árangri.

  Svo prófaði ég shortcut við að sjóða eggið skurnlaust um daginn og án þess að nota edik, en það er að hella því í plastfilmu (búa til lítinn poka úr henni) og sjóða það þannig. Þá er líka einfalt mál að krydda það örlítið áður en það er soðið og það myndast engir vængir! :)

  Reply

  • kgroa Says:

   Já yfirleitt er talað um að setja edik út í vatnið en þetta virkaði allavega betur í mínu eldhúsi ;) Að setja eggið í plastfilmu er samt alveg brilliant hugmynd! Ég hef aldrei heyrt þetta en það hljómar eins og alveg fullkomin lausn.

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: