Nautarif með jarðarberjasósu

01/05/2012

Aðalréttir

Úr því ég játaði súpufíknina mína í síðustu viku þá get ég allt eins haldið áfram með játningarnar. Ég klúðraði nefnilega kvöldmatnum svo herfilega um daginn að stór hluti af honum endaði í ruslinu.

Ég ætla ekkert að fara út í þetta klúður í smáatriðum því ég verð bara pirruð (og eiginlega smá óglatt) við tilhugsunina. Við skulum bara segja að ástæðan fyrir því að hinn klassíski suðurríkjaréttur “chicken and waffles” hljómar undarlega er vegna þess að hann ER undarlegur. Sérstaklega þegar vöffludegið inniheldur kornmjöl og cumin. Önnur lexía var sú að ef maður kaupir $10 vöfflujárn í Walmart þá ætti maður að búast við því að þurfa að henda því í bræðiskasti í ruslið í miðri eldamennsku og gera lummur í staðinn fyrir vöfflur.

Við sem sagt fengum varla að borða það kvöld en ég á í pokahorninu uppskrift sem hljómar jafn undarlega og kjúklingur og vöfflur en bragðast aftur á móti dásamlega. Það eru nefnilega nautarif með jarðarberjasósu. Ég eldaði þau í annað sinn þegar tengdaforeldrar mínir voru í heimsókn og kokkurinn tengdafaðir minn faðmaði mig eftir máltíðina og sagði að þetta væru bestu rif sem hann hefði nokkurntíma bragðað :)

Í réttinn þarf nautarif, edik, púðursykur, tómatsósu, sojasósu, bbq sósu, chipotlepipra í adobo sósu (eða chipotlemauk), jarðarber, salt og pipar.

Byrjið á að aðskilja rifin og velta þeim upp úr sojasósu, salti og pipar. Þeim er svo raðað þétt í ofnskúffu.

Breiðið álpappír yfir ofnskúffuna og látið malla í 170° heitum ofni í tvo tíma.

Snúum okkur þá að sósunni. Skerið jarðarber niður í fjórðunga og skellið í pott ásamt restinni af hráefninu. Þetta þarf að malla í u.þ.b. klukkutíma eða þar til jarðarberin eru alveg maukuð og horfin í sósuna. Gæti ekki verið einfaldara! Best er að gera þetta á meðan rifin eru í ofninum.

Eftir tvo tíma ættu rifin að vera orðin gegnsteikt. Þá eru þau tekin úr ofninum og fírað upp í honum (ég setti hann á heitustu stillingu og kveikti á grillinu). Penslið rifin með sósunni og stingið þeim svo inn í ofn. Fylgist vel með því þau eru fljót að brenna. Takið rifin aftur úr ofninum þegar þau eru orðin klístruð og flott. Snúið rifjunum við og penslið þau hinum megin með sósunni. Stingið aftur inn í ofn þar til hin hlið er líka orðin klístruð.

Nautarif með jarðarberjasósu
Handa 4-5

Í rifin þarf:

4 rifjabreiður (sirka 24 rif)
1/2 bolli sojasósa
Salt
Pipar

Í sósuna þarf:

U.þ.b. 500 g jarðarber
1 bolli tómatsósa
1/2 bolli bbq sósa
3 msk chipotle í adobo (eða chipotlemauk)
1/4 bolli eplaedik (eða annað milt edik)
1/4 bolli púðursykur
3 msk sojasósa
Salt

Hitið ofninn í 170°.

Aðskiljið rifin og setjið þau í stóra skál. Hellið sojasósu yfir, saltið og piprið og blandið öllu vel saman.  Raðið rifjunum þétt saman á ofnplötu og breiðið álpappír yfir. Setjið inn í ofn og leyfið að malla í 2 tíma.

Á meðan rifin eru í ofninum er best að útbúa sósuna. Skerið jarðarberin niður í fjórðunga og setjið í pott ásamt öllu öðru hráefni. Leyfið suðunni að koma upp og látið svo malla í u.þ.b. klukkustund eða þar til jarðarberin eru alveg maukuð og horfin í sósuna.

Takið rifin úr ofninum eftir tvo tíma og fjarlægið álpappírinn. Setjið ofninn á hæstu stillingu og grillið á. Penslið sósu á aðra hlið rifjanna og stingið þeim svo aftur inn í ofninn. Takið rifin út úr ofninum þegar þau eru orðin dökk og klístruð. Fylgist vel með því rifin eru fljót að brenna! Snúið rifjunum við og penslið hina hliðina með sósunni. Stingið þeim aftur inn í ofn þar til hin hliðin er orðin dökk og klístruð líka.

Athugasemdir:

Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að verða sér út um nautarif á Íslandi án þess að sérpanta þau. Það er örugglega alveg æðislegt að nota þessa sósu og aðferð á svínarif líka.

Ef þið notið nautarif þá er ástæða til að borða ekki alveg á sig gat. Mikið magn af nautafitu er nefnilega ansi… vindaukandi (já ég sagði það!).

Ég hef ekki séð chipotle í adobo heima á Íslandi en chipotlemauk (þar sem er í raun búið að mauka þetta tvennt saman) hefur verið til í Hagkaup og það má alveg eins nota það.

Það verður til ríflegt magn af sósu en það er æðislegt að eiga svona ljúffenga bbq sósu til að setja á hamborgara eða eitthvað annað.

Uppskriftin er aðlöguð frá Feral Kitchen.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Nautarif með jarðarberjasósu”

  1. Helgi Says:

    Enn ein snilldin :-) vildi að það væri hægt að smakka í gegnum netið

    Reply

Trackbacks/Pingbacks

  1. Miðausturlenskt lambaprime og salat | Lúxusgrísirnir - 13/05/2013

    […] allir eitthvað óvænt að borða. Forrétturinn var hörpudiskur í cava sósu, aðalrétturinn nautarif með jarðarberjasósu, hrásalati og maís og eftirrétturinn cappuchino ísterta með bourbon karamellu. […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: