Helgin í nokkrum myndum

30/04/2012

Daglegt líf

Við áttum afskaplega rólega og skemmtilega helgi. Laugardagurinn hófst á fyrstu IHOP heimsókninni frá því við fluttum hingað út. Réttirnir á IHOP eru sumir hverjir frekar kreisí og erfitt að réttlæta þá sem morgunmat en egg, beikon og hasbrowns klikka svo sem ekki hjá þeim. Gunnar fékk sér líka stuffed french toast sem leit guðdómlega út en ég lét mér nægja heilhveitipönnukökur með sykurlausu sýrópi. Alltaf stuð í sykurlausu deildinni ;)

Eftir þessa heilbrigðu byrjun á deginum þá renndum við upp í outlet mallið sem er hérna í útjaðri bæjarins og versluðum smá. Ég var kátust með að eignast loksins pastavél (jess!) og get ekki beðið eftir að vígja hana. Í eldhúsbúðinni komum við líka auga á þetta sem hlýtur að fara í “Allt til í Ameríku” skrána. Beyglufallöxi!

Í matarbúðinni rákum við augun í epli sem er búið að bragðbæta á frekar undarlegan hátt. Við stóðumst ekki freistinguna og keyptum eitt með tyggjóbragði (já í alvörunni). Ég fann nú ekki mikið tyggjóbragð af því sem betur fer en það endaði nú samt í ruslinu eftir einn bita. Blegh.

Það eina sem var planað á sunnudaginn var að vígja nýju fínu pastavélina en það endaði á að vera akkúrat það eina sem við gerðum ekki. Við sem sagt ákváðum að fara í bíltúr og keyra norður með eyjunni upp til Melbourne sem er þokkalega stór bær í u.þ.b. 40 mínútna fjarlægð. Þegar þangað var komið sáum við að þar var akkúrat í gangi árleg listahátíð svo við lögðum bílnum og skoðuðum svæðið. Það fyrsta sem við sáum var barinn “Foo Bar” en það er líklega besta hugsanlega nafn á bar (þó Fubar hefði að sjálfsögðu verið enn betra).

Við keyptum mynd af “DJ Maó”. Það er engin bein eða óbein pólitísk ástæða að baki því, Gunnari fannst hún bara töff.

Við keyptum líka svona fína svarta og gyllta origami mynd. Mér finnst hún svakalega fín.

Þegar við vorum komin aftur til Vero þá löbbuðum við hring í Sam’s Club fyrir forvitnis sakir. Þar eru allar umbúðir stærri en hausinn á manni. Hver þarf svona mikið hnetusmjör?

Þegar við komum loksins heim var allur vindur úr okkur og ég bara nennti engan vegin að fara að búa til pasta svo við röltum niður á Riverside Café sem er bar og casual veitingastaður niðri við ána.

Það var einhver náungi að spila á gítar á barnum og við spáðum ekki mikið í það fyrst en tókum svo eftir því að fólkið í kringum okkur var pínu óeðlilega spennt yfir honum. Þegar við spurðum þjónustustúlkuna út í manninn þá kom í ljós að þetta var enginn annar en kántrístjarnan Jake Owen sem sat þarna á stuttbuxum og flip flops og spilaði óvænt fyrir íbúa heimabæjarins. Við vorum mátulega spennt enda þekkjum við miklu stærri tónlistarstjörnur ;)

Bleikt sólarlagið var fullkominn endir á þessari helgi.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

8 Comments on “Helgin í nokkrum myndum”

 1. Dagbjört Says:

  Hver þarf ekki beyglufallöxi? ;) Ég stefni á að vera sá blogglesandi sem prófar flest sem þú setur hingað inn svo í kvöld skellti ég í tómata- og paprikusúpuna, hún var uuuunaðsleg! Góðar súpur eru uppáhaldið mitt og þessi er sko örugglega í topp 5, svo einföld og góð!

  Reply

  • kgroa Says:

   Það finnst mér vera gott takmark! ;) Gaman að heyra að þú hafir prófað :) Já mér finnst sko snilldin við þessa súpu vera hvað hún er einföld því maður þarf varla að hugsa um það sem maður er að gera og það getur komið sér vel stundum hehe.

   Reply

 2. kristjanagudjonsdottir Says:

  OK, ég er of forvitin, hverju er troðið í stuffed french toast? Og gerir það brauðið betra? Ég hélt nefnilega að gott french toast væri bara ekki hægt að bæta.

  Ooog beyglufallaxir eru æði! Ég hló alltaf að svona þar til ég prófaði – það er rosa þægilegt að nota þær. Held reyndar að maður komi aldrei til með að þurfa að skera nógu margar beyglur til að réttlæta kaup á svoleiðis. En þægilegt er það ;)

  Reply

  • kgroa Says:

   Ég held það hafi verið einhverskonar vanillukrem ;) Já og sko málið er að það er stórhættulegt að skera beyglur. Málið er nefnilega að maður nennir aldrei að ná í skurðarbretti heldur sker beygluna yfir vaskinum og það er risky business!

   Reply

   • kristjanagudjonsdottir Says:

    Játs. Svo sker ég þær líka aldrei eftir miðjunni þannig að annar hlutinn er alltaf miklu þynnri en hinn. Þ.a.l. hálfpartinn brennur annar hlutinn ef ég næ að rista hinn almennilega. Þetta er grafalvarlegt mál sko! :P

    Reply

 3. kristjanagudjonsdottir Says:

  Ó, já, og ég öfunda þig pínu af pastagerðartækinu. Óóó hvað það hlýtur að vera gaman að geta gert almennilegt pasta hvenær sem er. Namm!

  Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  OK, bara til að comment-spamma alveg út í eitt (ég er greinilega aðeins of fljótfær á ‘post comment’ takkanum), hversu ó-kántrístjörnulegt er að vera bara í stuttbuxum og flip flops? Ég sé að hann er svo sem með hatt, eitthvað að reyna, en lúkkið er samt meira Jack Johnson en Garth Brooks :P

  Reply

  • kgroa Says:

   Það er svo gott að hafa kommentin svona lagskipt því þá get ég svarað hverju atriði haha! Eeeen já það er mjög ó-kántrístjörnulegt að vera á flip flops og þessi gaur var nú bara almennt mjög ó-kántrístjörnulegur. Ég skil ekki alveg svona kántrí!

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: