Cava Sangria

27/04/2012

Drykkir

Föstudagsdrykkurinn er í þetta sinn svo ofboðslega einfaldur og dásamlegur að það hálfa væri nóg. Hugmyndin er fengið frá Barcelona en sumarið 2010 fórum við Gunnar ásamt bræðrum mínum og litlu frænku í sumarfrí þangað og þar var sko reglan að deila einni cava flösku fyrir kvöldmat á hverjum einasta degi. Já ég veit það hljómar pínu kreisí en við vorum fjögur um flöskuna og við vorum í sumarfríi! Það kom líka fyrir (ókei það gerðist líka á hverjum degi) að við settumst á útikaffihús til að hvíla lúin bein og svala þorstanum og varð cava sangria stundum fyrir valinu sem svaladrykkur.

Spánverjar (og þeir sem heimsækja Spán) eru voða hrifnir af sangria en ég hef alltaf verið pínu efins með þann drykk því ég vil miklu frekar drekka rauðvínið mitt eintómt en að hafa það sykrað með ávöxtum út í. Cava sangria er aftur á móti allt annað mál og þá sérstaklega ef það er útbúið heima. Enginn sykur, bara brut (þurrt) cava með ferskum og fallegum ávöxtum.

Að sjálfsögðu má nota nánast hvaða ávexti sem er en ég notaði blóðappelsínur og jarðarber því bæði er svo fallega rautt í cavanu. Mesta snilldin er þó að setja frosin vínber út í því þau eru svo gómsæt og kæla drykkinn þar að auki!

Þegar ávextirnir eru tilbúnir þá truflar maður eiginmanninn frá fótabaðinu og fær hann til að opna cava flöskuna. Ekki af því það þurfi karlmann til þess heldur bara til að hann fái að vera með! Svo er bara að vona að nágranninn hafi ekki fengið tappann í augað því langt flaug hann…

Þá er bara að hella cava í glas, setja ávexti út í og skála.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Cava Sangria”

  1. kristjanagudjonsdottir Says:

    Æjj vá hvað þetta er girnilegt og myndirnar æðislegar!

    Reply

  2. Heiða Halls Says:

    Vááá… dásamlegt líf hjá ykkur Gunnari!! :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: