Fimm hlutir sem gleðja mig

24/04/2012

Daglegt líf

Að búa erlendis er merkileg og mögnuð upplifun en það er líka pínu erfitt. Erfiðast er auðvitað að vera í burtu frá öllum sem mér þykir vænt um (nema Gunnari en mér þykir auðvitað voðalega vænt um hann!) en ég er farin að sakna undarlegustu hluta. Ég gæfi t.d. mögulega hægri handlegginn fyrir eina pylsu með öllu nema steiktum á Bæjarins bestu.

Án þess að ég vilji hljóma eins og einhver óþolandi endalaust jákvæð týpa þá er ég að reyna að hugsa ekki um það sem er erfitt því það er nefnilega svo rosalega margt til að gleðjast yfir. Er það ekki eitthvað sem maður ætti að reyna að venja sig á? Í þeim anda þá koma hér fimm hlutir sem fá mig til að brosa í dag.

 • Göngutúr í sólinni eftir vinnu. Ég meina sjáið bara myndina efst í þessari færslu… þetta gæti alveg verið verra.  Það er líka svo notalegt að labba heim í flæðarmálinu :)
 • Nýja Nails Inc naglalakkið mitt sem ég keypti í Sephora í Miami. Westbourne Grove!
 • Jarðarberja og kókos grjónagrautur. Be still my beating heart. Ég sver að mig langar að baka og elda allt sem Joy gerir. Það gæti mögulega orðið vandamál.
 • Nýju appelsínugulu hlaupaskórnir mínir gera morgunhlaupatúrana aðeins þolanlegri. Það er óneitanlega plús að þeir eru í stíl við naglalakkið.
 • Ruhlman’s Twenty er frábær bók þar sem útskýrð er helsta tækni sem maður þarf að skilja og tileinka sér til að verða færari í eldhúsinu. Skemmtilega skrifuð, fræðandi og inniheldur fullt af frábærum uppskriftum sem undirstrika viðfangsefni hvers kafla fyrir sig. Ég les nokkra kafla fyrir svefinn og sofna með bros á vör.
Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

6 Comments on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

 1. Stjuni Says:

  Biddu bara eftir haustinu, þá fara hurricanes að láta á sér kræla, þá muntu sakna roksins heima á klaknum, það er ekkert í líkingu við þá heheh.. búinn að prufa það einusinni.

  Reply

  • kgroa Says:

   Já við búum þar að auki á svæði þar sem er mandatory evacuation þegar fellibyljir skella á. Ég hef áhyggjur af því þegar þar að kemur!

   Reply

 2. Dagbjört Says:

  Ég bakaði sunnudagskökuna áðan þó það sé þriðjudagur! Hún var ekki jafnfalleg og þín en svaaaakalega góð… verst að ég þarf að borða hana næstum alein og hún er ekkert lítil ;)

  Reply

  • kgroa Says:

   Frábært! Mikið er ég glöð að hún heppnaðist vel :) Ég á reyndar við sama vandamál að stríða með það að þurfa að borða hana næstum ein… sem minnir mig á að það er kominn kaffitími ;)

   Reply

 3. kristjanagudjonsdottir Says:

  Ég ætla að gefa þér two thumbs up fyrir jákvæðnina! Það er klárlega erfitt að vera svona langt frá öllum – líklega sérstaklega af því að maður er svo vanur að hafa alla í næsta nágrenni (eða svo gott sem), búandi á Íslandi. En þessi 5 atriði + allar heimsóknirnar + það að búa basically á strönd + góði maturinn allt í kringum ykkur + mögulegt Kaliforníu’skrepp’ gerir þetta líka að ævintýri :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: