Gróft hummus (og pítur)

17/04/2012

Meðlæti, Snarl

Í mínum huga (eða mínu eldhúsi?) eru tvær gerðir af hummus. Annars vegar er það silkimjúkt og rjómakennt en hins vegar er það gróft, þykkt og rustic. Það fyrra hentar vel sem eins konar ídýfa en stundum er betra að hafa aðeins meira bit í hummusinu. Mér finnst það sérstaklega þurfa að vera þykkt ef það á að fara inn í pítu. Þá verður það eitt af uppistöðunum í pítunni frekar en bara sósa. Bónus er að það þarf talsvert minni olíu og tahini í grófu útgáfuna sem er gott ef maður vill ekki drekkja sér í hitaeiningum.

Það er alveg fáránlega auðvelt að búa til hummus. Í raun þarf bara að merja kjúklingabaunir og hræra svo allskonar dóti út í. Eðlilegast væri að gera þetta í mortéli en þar sem mortélið mitt er heima á Íslandi þá reddaði ég mér með ónefndum hlut (þið hefðuð átt að sjá til mín). Matvinnsluvél virkar líka en mér finnst þessi grófa gerð af hummusi þurfa frekar kæruleysislega maukun svo ég myndi reyna að finna eitthvað annað til að merja baunirnar.

Það þarf salt, olíu, pipar, cumin, papriku, kjúklingabaunir, tahini, sítrónusafa, hvítlauk og steinselju (má sleppa).

Mér finnst gaman að lemja hvítlauksrif.

Mmm paprika og cumin.

Ég henti líka saman í einfalda sósu. Grísk jógúrt, steinselja, gúrka, salt og pipar.

Þið getið ekki neitað því að þetta lítur vel út. Skirt steak er mjög góð í pítur en það má auðvitað nota annan bita eða þá lambakjöt. Salt og pipar, snöggsteikt á funheitri pönnu.

Á þessu heimili viljum við hafa kjötið okkar rautt.

Hummus, jógúrtsósa, rauðlaukur, kjöt og pítubrauð. Það þarf ekkert meira.

Mmm!

Hummus
Fyrir 6

500 g hummus (sirka)
3 msk ólífuolía
2 msk tahini
1 sítróna (safinn)
1 1/2 tsk cumin
1/2 tsk paprika
1/2 – 1 tsk salt
pipar
steinselja (má sleppa)

Merjið kjúklingabaunirnar þar til þær er orðnar að þykku mauki.

Blandið restinni af innihaldsefnunum saman við. Skreytið með steinselju ef þið eigið hana til.

Athugasemdir:

Hummus er klassískt dæmi um uppskrift þar sem þarf að smakka sig áfram. Þið viljið kannski hafa minna cumin og kannski er sítrónan ykkar stærri en mín.

Ég veit að þetta virðist vera mikið af salti og byrjið endilega á að setja bara hálfa teskeið. Munið samt að það er fátt meira óspennandi en ókryddað hummus.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Gróft hummus (og pítur)”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  Hummus Á að vera gróft! Eða mér finnst það allavega. Þetta er eins og munurinn á almennilegu, heimagerðu guacamole og einhverju keyptu guacamole sem lítur út eins og grænt jógúrt.

  Ég er með þvílíkt hummusæði þessa dagana en það fæst hvergi grófmaukað. Ég ætla í verslunarleiðangur um helgina og skella svo í svona. Namm namm namm :)

  Reply

  • kgroa Says:

   Já ég geri sko miklu frekar gróft hummus heldur en hinsegin! Það er algjörlega óþarfi að kaupa tilbúið hummus því það er einmitt svo rosalega einfalt að gera það heima. Mér finnst það einmitt svona miðausturlandaútgáfan af guacamole! ;)

   Reply

 2. Heiða Says:

  Vá hvað þetta lítur ótrúlega vel út, ég ætla pottþétt að gera svona hummus sem fyrst :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: