Maíssalat

13/04/2012

Meðlæti

Hvernig er það, er ekki farið að vora heima á Íslandi? Kominn tími á að dusta rykið af grillinu og undirbúa sumarið? Hér er eilífðarsumar svo það er alltaf góður tími til að grilla. Föstudagssteikin okkar er yfirleitt elduð á kolagrillinu og þar sem hún er alltaf stór og mikil þá viljum við hafa meðlætið létt og ferskt.

Ég geri oft maíssalat sem meðlæti þegar við grillum en mér finnst það vera ágætis tilbreyting frá klassískum grilluðum maís með smjöri (þó það sé alltaf gott líka).

Í salatið þarf salt, olíu, pipar, maískólfa, kóreander, lauk, lime og hvítlauk.

Ég (eða reyndar Gunnar í þessu tilfelli) tek maísinn úr hýðinu því ég vil að hann brenni smá. Meira bragð!

Maísinn er grillaður þar til hann er orðinn bæði mjúkur og smá brenndur. Næsta skref er að skera kornið af og best er að vanda sig ekkert of mikið við það. Það er bara flott að hafa ýmist stóra bita og laust korn saman.

Kornið sett í skál og allt sett saman við.

Maíssalat
Fyrir 2-3

2 maísstönglar
1/2 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
1 msk ólífuolía
1 lime
Handfylli af kóreander
Salt
Pipar

Grillið maísstönglana þar til þeir eru orðnir mjúkir og aðeins svartir. Skerið kornið af þeim og setjið í skál.

Saxið rauðlauk og hvítlauksrif mjög smátt. Setjið saman við maísinn.

Saxið kóreander og setjið saman við maísinn.

Kreistið lime yfir maísinn og setjið olíuna saman við líka. Blandið öllu saman. Saltið og piprið eftir smekk.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Maíssalat”

  1. Heiða Halls Says:

    Namminamm :) Ég verð að prufa þetta einhvern daginn, ekki spurning! Hér er vor í lofti en annsi kalt ennþá, búið að vera fallegt veður undanfarið og unaðslegt að ganga um miðbæinn með Ásgerði litlu í vagninum…algjörlega komið sumar í mínu hjarta :)

    Reply

  2. Erla Þóra Guðjónsdóttir Says:

    Ó jömm! Getur verið að ég hafi fengið svona hjá þér með grilluðum kjúlla síðasta sumar? Það var eitt besta meðlæti sem ég hef fengið með grilli nefninlega!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: