Páskaegg

09/04/2012

Sælgæti

Gleðilega páska! Játning dagsins er sú að ég ofmetnaðist enn einu sinni og ákvað að hrinda fáránlega metnaðarfullu verkefni í framkvæmd sem hljómaði vel en var frekar yfirþyrmandi þegar upp var staðið. Ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn (þið sem hafið orðið vitni að þessu áður hristið eflaust hausinn núna). Ég mun líklega aldrei hætta þessu en Gunnar kenndi mér að segja allavega ekki frá þessum kreisí hugmyndum fyrirfram. Þá er alltaf séns að hætta við sjáið þið til.

Ég fékk sem sagt þá brjáluðu hugmynd að gera heimagerð páskaegg svona í ljósi þess að við erum í Ameríku og súkkulaðipáskaegg eru ekki beint á hverju strái. Ég stúderaði þetta á netinu áður en ég byrjaði og allstaðar stóð “að gera páskaegg er sáraeinfalt!”, “heimagerð páskaegg sem fjölskyldan getur gert saman!”, “gleði og hamingja með heimagerðum páskaeggjum!”. Eitthvað í þá áttina. Lygar! Ég veit ekki hvaða húsverkagyðjur þetta eru sem halda þessu fram en ekki ætla ég að blekkja ykkur svona og hér birtist óritskoðuð lýsing á ferlinu.

Ég pantaði páskaeggjamót á Amazon, keypti hrúgu af súkkulaði og hófst handa.

Þetta byrjaði allt ósköp sakleysislega með því að bræða súkkulaði yfir vatnsbaði. Ég notaði sirka 3/4 Hershey’s og 1/4 60% súkkulaði.

Að tempra súkkulaði er líklega mest frústrerandi ferli sem til er í matargerð. Ég studdist við leiðbeiningar frá snillingnum David Lebovitz til að tempra súkkulaðið.

Súkkulaðinu er penslað í mótið.

Mótið er sett í ísskáp til að kæla. Þegar súkkulaðið er orðið stíft er annarri umferð penslað á. Í heildina þurfti ég fjórar umferðir af súkkulaði fyrir hvert egg. Þegar eggin eru orðin nógu þykk þá er nóg að halda höndunum örsnöggt um mótið til að hita eggin aðeins og þá skoppa þau úr.

Það þarf að sjálfsögðu að vera málsháttur í egginu.

Þá er að pensla brúnirnar á öðrum helming eggsins með bráðnu súkkulaði.

Fylla eggið.

Loka! Það þarf svo að bera súkkulaði á samskeytin eftir á en ég get nú varla hugsað til þess óbölvandi. Húsverkagyðjurnar fullvissuðu mig um að þegar súkkulaðið væri orðið mátulega kalt og þykkt þá væri ekkert mál að sprauta súkkulaðinu á samskeytin. Hahh! Ekkert mál minn afturendi! Fyrst var súkkulaðið of kalt og stíflaði sprautuna en svo varð það skyndilega of heitt og fór út um allt. Og þá meina ég ÚT. UM. ALLT. Vei :)

Skreyta.

Setja eggin í fallega poka, binda fyrir, raða þeim í körfu og taka með í páskaboð.

Lítil sæt prinsessa ánægð með páskaeggið sitt. Ég skal viðurkenna að þetta bros gerði alla fyrirhöfnina þess virði :)

Niðurstaðan?

Mig langaði að prófa þetta og eftir á þá er ég ánægð með að ég skyldi láta vaða en ég á örugglega aldrei eftir að gera þetta aftur. Þetta hljómar ekkert svo flókið en þegar ég stóð dauðþreytt inni í eldhúsi öll útötuð í súkkulaði (og allt í kringum mig!) og fannst þetta allt vera misheppnað og missti svo tilbúið egg í gólfið sem splundraðist í þúsund mola þá leit þetta ekki vel út. Eins og Gunnar sagði við vini okkar: “Tempering the chocolate wasn’t a problem, it was just Kristín’s temper that was the problem!” :)

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

12 Comments on “Páskaegg”

 1. Rósa Says:

  ó hvað ég hefði viljað vera fluga á vegg :D

  En já ég er sammála með að hvernig sem til tókst þá hlýtur það að hafa verið afskaplega gefandi að gleðja þessa fallegu stúlku :)

  Reply

  • kgroa Says:

   Haha þú hefðir hlegið að aðförunum! Já en þetta var algjörlega þess virði. Ég kannski finn bara aðra leið til að gleðja fólk næst ;)

   Reply

 2. Heiða Says:

  hahaha gott kvót hjá Gunna, þótt ég geti ekki ímyndað mér þig öðruvísi en sem yfirvegaða eldhúsgyðju ;)

  Reply

  • kgroa Says:

   Ég er nú yfirleitt frekar yfirveguð í eldhúsinu en ég var á barmi taugaáfalls þarna á síðustu metrunum. Greyið Gunnar var bara farinn að segja “svona svona” og þrífa þögull upp eftir mig :D

   Reply

 3. Erla Þóra Guðjónsdóttir Says:

  Haha Gunni er alveg með þetta! Hljómar meira að segja svolítið páskaeggja-málshátta-lega hjá honum ;)
  Annars hljómar þetta heljarinnar vesen og ég hefði verið löngu búin að gefast upp. Þannig að kúdos til þín :D

  Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  Óóó þau eru fögur og fallega inn pökkuð og stelpan gullfalleg. Æði! Kannski verður þetta auðveldara næst? :P

  Og já, voru málshættirnir skrifaðir á post-its? Tíhí. Ánægð með þig – að halda í litaþemað á málsháttarmiðunum líka ;)

  Reply

  • kgroa Says:

   Já maður ég fékk alveg hugljómun þegar ég fattaði að ég ætti post-its! Scrum-ið borgar sig sko ;)

   Reply

 5. Heiða Halls Says:

  Þolinmæðin þrautir vinnur allar :)
  Yndislegur gleðisvipur á fallegu stelpunni, vinnan við gerð eggjanna hefur verið vel þess virði trúi ég :)

  Reply

  • kgroa Says:

   Ef ég man rétt þá var einmitt málshátturinn hennar “þolinmæðin þrautir vinnur allar”! Það hefur verið mér ofarlega í huga :)

   Reply

 6. Berglind Says:

  Vá! ég er bara í nostalgíukasti hérna… þegar mamma og pabbi voru á þessu tímabilinu – gera sjálf páskaegg tímabilinu – þá var sko allt í súkkulaði og nokkur vel valin orð fengu að fjúka öðru hvoru! En eins og hjá þér þá var útkoman alltaf mjög falleg:)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: