Mint Julep

06/04/2012

Drykkir

Eins og ég minntist á í síðustu viku þá er það orðinn nokkuð fastur liður á þessu heimili að gera kokkteil á föstudögum. Það er alveg prýðileg leið til að koma sér í helgargírinn.

Í þetta sinn ákvað ég að prófa að gera hinn klassíska Mint Julep en sá drykkur hefur sína kosti og galla. Kosturinn er að hann inniheldur bourbon (namm) en gallinn er að hann inniheldur bara voðalega lítið annað! Mint julep er hefðbundinn suðurríkjadrykkur og tengist Kentucky sérstaklega sterkum böndum enda er Bourbon county einmitt í Kentucky.

Í drykkinn þarf agave/sykur, klaka, vatn, bourbon og myntu.

Kremja myntuna í sykrinum

Klaki, vatn, bourbon og hrista!

Hella í glas.

Njóta.

Mint Julep
Fyrir 1

75 ml bourbon (sirka 1,5 skot)
10 myntulauf + 1 stilkur til að skreyta
1 msk agave /sykur
75 ml vatn
Klakar

Setjið myntu og agave/sykur í hristara og merjið saman. Bætið bourbon, vatni og klökum saman við og hristið.

Síið í glas með klökum. Skreytið með myntu.

Athugasemdir:

  • Það er tilgangslaust að reyna við þennan drykk nema ykkur þyki bourbon gott. Hann inniheldur nánast ekkert annað og hann er sterkur.
  • Ég myndi persónulega nota aðeins minna agave/sykur næst þar sem mér fannst drykkurinn óþarflega sætur. Kannski 1/2 msk? Það fer samt algjörlega eftir því hversu miklir sykurgrísir þið eruð.
Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Mint Julep”

  1. Snorri Says:

    Mmmm Mint Julep er jömmí, en það á auðvitað að bera það fram í svona stálglasi/keri sbr. http://www.foodandwine.com/slideshows/mint-julep

    Þið verðið að redda því til að vera almennilegir góðborgarar :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: