Pollo allo Zafferano

05/04/2012

Aðalréttir

Ég ætla að byrja á því að vara við því að ef ykkur finnst ólífur ekki góðar þá mun ykkur ekki finnast þessi réttur góður. Það er bara þannig. Fyrir ólífusjúklinga eins og mig þá er þetta aftur á móti rosalega einfaldur, ódýr og fljótlegur réttur.

Þið þurfið kjúklingalæri, kjúklingasoð, salt, pipar, saffran, ólífur, ólífuolíu, lauk, hveiti og myntu.

Salt, pipar og hveiti.

Brúnt = bragð.

Óþarft saffran (meira um það síðar).

Ólífur og kjúklingasoð.

Allt að gerast.

Já það er skylda að drekka rauðvín með.

Namm!


“Pollo allo Zafferano”
Fyrir 2

4 úrbeinuð kjúklingalæri
Hveiti (nóg til að þekja lærin)
Salt
Pipar
1 msk ólífuolía
1 stór rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
1/2 tsk saffran (má sleppa)
1/2 bolli grænar ólífur
1 1/2 bolli kjúklingasoð
1/4 bolli fersk mynta, gróft söxuð

Setjið hveitið á disk. Kryddið kjúklingalæri með salti og pipar og veltið svo upp úr hveitinu þannig að þau séu alveg þakin. Hitið ólífuolíu á pönnu og brúnið læri svo á háum hita. Fjarlægið læri af pönnunni og setjið þau til hliðar.

Minnkið hitann örlítið og setjið lauk og saffran (ef notað) svo á pönnuna. Ekki þrífa hana á milli! Leyfið lauknum að mýkjast og brúnast en það ætti að taka svona 5-8 mínútur.

Bætið ólífum og kjúklingasoði út í og leyfið suðunni að koma upp. Setjið svo lærin út í, lokið pönnunni og látið malla í nokkrar mínútur.

Fjarlægið lokið af pönnunni og mallið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingalærin eru elduð í gegn.

Setjið kjúklingalærin á disk. Smakkið sósuna til og saltið eða piprið ef þarf. Setjið nánast alla myntuna út í sósuna og hellið henni svo yfir lærin. Stráið afgangnum af myntunni yfir.

Athugasemdir:

 • Það skýtur kannski skökku við að ég sagði réttinn vera ódýran en svo inniheldur hann dýrasta krydd í heimi sem er saffran. Ég persónulega myndi ekki nota saffran í þennan rétt aftur þar sem mér fannst það hverfa og engan veginn njóta sín. Ég held að ólífurnar og myntan drekki viðkvæmu bragðinu algjörlega. Rétturinn gæti reyndar orðið ljósari á litinn ef saffrani er sleppt en ég held að það sé það eina sem glatast.
 • Ég notaði úrbeinuð kjúklingalæri í réttinn en það má að sjálfsögðu nota kjúklingabringur. Mér persónulega finnst lærin mun bragðbetri og meyrari og ekki skemmir fyrir að þau eru talsvert ódýrari. Athugið að ef þið notið kjúklingabringur þá þarf að fylgjast vel með því að ofelda þær ekki. Lærin þola það mun betur að gleymast nokkrum mínútum of lengi á pönnunni.
 • Passið ykkur á saltmagninu! Ólífurnar salta réttinn talsvert svo ef þið ætlið að nota kjúklingatening og vatn í stað kjúklingasoðs farið þá varlega.

Uppskriftin er aðlöguð útgáfa af “Pollo allo Zafferano” úr bókinni Molto Italiano.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Pollo allo Zafferano”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  OK, mér persónulega finnst ólívur alveg skelfilega saltar og vondar EN efsta myndin er svo girnileg að ég vildi innilega að ég gæti borðað þær!

  Og sem sidenote: krosssaumsblómaservíetturnar eru flottar. Krosssaumurinn er heitur þessa dagana ;)

  Reply

 2. kgroa Says:

  Haha krosssaumurinn er málið! Já og krosssaumsblómaservíetta er ansi awesome orð líka ;)

  PS. Ég skil þetta alveg tótalí með ólífurnar þó mér finnist þær sjúklega góðar.

  Reply

 3. Erla Þóra Guðjónsdóttir Says:

  Ég elska ólífur! Og ég elska að það sé skylda að drekka rauðvín með ;) Á því pottþétt eftir að prófa þennan rétt.

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: