Matarást

05/04/2012

Daglegt líf

Ég held að allir sem ég þekki viti að ég hef mikinn áhuga á að borða mat, elda mat, lesa um mat og hugsa um mat. Ég geri satt að segja fátt annað. Ég hef alltaf verið með hálfgerðan móral yfir því að ég ætti ekkert áhugamál svo það er frekar fáránlegt að ég hafi fyrst uppgötvað það um daginn að matur er áhugamálið mitt. Það tók bara svona tíu ár að komast að því (ég er í alvöru rosa skörp).

Í ljósi þessar merku uppgötvunar langar mig að vinna markvisst í því að gera meira úr þessu áhugamáli mínu og liður í því verður að tala rosalega mikið um mat á þessari síðu. Ég er reyndar búin að tala mikið um mat hingað til en þið hafið ekki séð neitt ennþá! ;) Ég mun alveg segja frá lífinu okkar Gunnars líka en mig langar til að nota þetta sem leið til að fá útrás fyrir matarástina.

Ég vil ekki á nokkurn hátt halda því fram að ég sé einhver meistarakokkur eða viti betur en næsti maður hvernig á að bera sig að í eldhúsinu. Ég veit hins vegar að mig langar að prófa mig áfram og kannski er einhver sem hefur áhuga á að fylgjast með því. Allavega mamma :)

Mig langaði bara svona að segja ykkur frá þessu svo þið vitið hvað er í vændum.

PS. Meðfylgjandi mynd er af tilraun gærdagsins til að gera páskalegar cupcakes án hvíts sykurs og flórsykurs. Ég var ekki alveg nógu ánægð með niðurstöðuna en ég gefst ekki upp!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Matarást”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  Loksins!!!

  Ég hlakka ó só mikið til að fylgjast með, lesa, dást að myndunum og sleeefa yfir þessu öllu saman ;)

  Reply

 2. Helgi Guðjónsson Says:

  :-) schnilld

  Reply

 3. Heiða Says:

  jeiiij :D

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: