Englandsferð

03/04/2012

Daglegt líf

Langar ykkur ekki rosalega að sjá hvað ég gerði á Englandi? Jú að sjálfsögðu!

Það fyrsta merkilega sem ég sá voru þessar athyglisverðu kökur sem voru til sölu á flugstöðinni. Girnilegar? Ekki svo mikið!

Þetta er raunveruleikinn þegar ég ferðast ein vegna vinnunnar. Ólseig steik, plasthnífapör, þunnt rauðvín og slúðurtímarit á sjúskuðum flugvallarveitingastað.

Hversu frábært er að vera með heila sætaröð fyrir sig í rúmlega átta tíma næturflugi? Mjög frábært. Plús fyrir litlu stelpuna sem var algjört krútt og fannst ég líklega vera skrítin fyrir að taka mynd af tánum á mér. Sem er skiljanlegt.

Tveggja daga námskeið í Colchester gekk vel og ég held að allir hafi verið ánægðir með það. Vonandi :) Við borðuðum á mjög næs matarpöbb bæði kvöldin og hér má sjá aðalréttinn fyrra kvöldið og Jacob hinn danska.

Það besta við þetta allt saman var samt að geta eytt helginni með Krissu! Varúð, héðan í frá koma þúsund myndir af mat af því við gerðum ekkert nema að borða, labba og tala. Ég er útblásin, með harðsperrur í fótunum og með álagsmeiðsli í hálsi af kjaftagangi. Þetta var æði :)

Við fórum á víetnamskan stað á föstudagskvöldið sem var risastór en samt var röð fyrir utan. Það er skiljanlegt því maturinn var æðislegur.

Blandaðir forréttir.

Rækjur með sítrónugrasi og chili.

Önd.

Hádegismatur á laugardegi samanstóð af jógúrt og ávöxtum á Starbucks. Þetta snýst allt um jafnvægi.

Ég keypti guðdómlegt pils í uppáhalds búðinni minni í London.

Á laugardagskvöld borðuðum við á “Approach Tavern” sem er alvöru enskur pöbb með góðum mat. Stelpurnar við hliðina á okkur töluðust varla við en tóku myndir af sér í sífellu. Það var spes!

Bangers and mash og Hoegaarden með.

Á sunnudaginn fórum við á vintage kílómarkað.

Ahh elsku London.

Við fórum líka á Sunday Up Market á Brick Lane. Maturinn þar var svo girnilegur að við engdumst alveg! Við áttum pantað borð annarstaðar í hádeginu svo við gátum ekkert borðað.

Mið-austurlenskt góðgæti.

Ég keypti lítinn bita af baklava til að smakka. Unaðslegt.

Það var margt um manninn á Brick Lane.

Hádegismaturinn var á rosalega buzz-uðum stað sem heitir Corner Room.

Ceviche í forrétt.

Lambaháls í aðalrétt.

Leche frita með brioche og mangó í desert. Já og ef þið voruð að spá í það þá má alveg borða þríréttað í hádeginu á sunnudegi og fá sér bæði prosecco og rauðvín með :)

Það má líka fá sér fullkomna litla makkarónu seinna um daginn. Það má m.a.s. taka bara einn bita af henni til að smakka og henda svo restinni til að fá ekki sykursjokk. Það má allt!

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Englandsferð”

 1. Fjóla Dögg Says:

  Geðveikar matarmyndir! Ég er eitt stórt slef!

  Reply

 2. Erla Þóra Guðjónsdóttir Says:

  Æj hvað þetta lítur allt saman yndislega og frábærlega út :)

  Reply

 3. kgroa Says:

  Þetta var sko yndislegt og frábært og gómsætt!

  Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  Óóó þetta var svo gaman og gómsætt. Unaðshelgi! :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: