Róleg helgi að baki

25/03/2012

Daglegt líf

Ég þarf að fara til Englands í næstu viku vegna vinnu svo við ákváðum að hafa það rólegt þessa helgi og slaka á. Við enduðum nú samt á að gera helling en allt á mjög rólegan og afslappaðan hátt.

Við tókum daginn snemma á laugardaginn og keyrðum yfir í næsta bæ en hann heitir Fort Pierce og er bara í 15 mínútna fjarlægð frá okkur. Tilgangur ferðarinnar var að kíkja á bændamarkaðinn þar en nágranni okkar sagði okkur að hann væri talsvert stærri en markaðurinn hérna í Vero. Ég skil ekki af hverju við vorum ekki búin að tékka á þessum bæ áður því það er rosalega huggulegur “historic downtown” þarna og á laugardögum er bæði bændamarkaður og arts and crafts markaður niðri við höfn. Okkur fannst þetta bara alveg dásamlegt.

Það merkilegasta á arts and crafts markaðinum voru alveg æðisleg dúkkuhús.

Á bændamarkaðinum var reggíband að spila.

Við settumst við sjóinn og nutum veðurblíðunnar.

Þessi var að steikja pylsur og rif.

Þessi muffins voru gríðarlega girnileg.

Grænmetið var ekki síðra.

Rauðrófur og radísur.

Ég fékk “baja shrimp taco” í hádegismat.

Okkur fannst höfnin voðalega hugguleg og það fannst pelíkananum eflaust líka sem sat þar og slakaði á.

Við kíktum svo til Daða og Dísu og slökuðum á í sólinni.

Við keyptum þessa æðislegu sveppi á bændamarkaðinum.

Við keyptum líka súrdeigsbrauð og úr þessu tvennu gerði ég bruschettur sem við borðuðum í kvöldmat.

Í dag var þrumuveður og hellirigning en við náðum nú samt að útrétta eitthvað. Ég bakaði líka þessa æðislegu súkkulaði og hnetusmjörs bundt köku.

Já og í kvöldmatinn var allra besta pizza sem ég hef afrekað að búa til. Ítalskir tómatar, prosciutto, geitaostur, karmellaður laukur og ferskt basil á botni sem hefaðist í sólarhring. Jedúddamía. Verst var að basilið fölnaði í hitanum áður en ég náði að taka mynd! Oh well :)

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Róleg helgi að baki”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  Óóó sjíbus. Getum við gert svona pizzu og bruschettur næstu helgi?!

  Magnaður markaður samt – eins fáranlega mikið og ég elska rif þá held ég að mér finnist grænmetið actually enn girnilegra. Mmm litríkt og fallegt ferskt grænmeti :)

  Reply

 2. kgroa Says:

  Já grænmetið var svo fallegt þarna að mig langaði í það allt!

  Reply

 3. Heiða Says:

  jeminn eini hvað ég verð svöng við að skoða bloggið ykkar, óspennandi hádegismaturinn minn lítur enn verr út núna ;)

  Reply

 4. kgroa Says:

  Já ég held nú reyndar að hádegismaturinn minn verði ekkert mjög spennandi. Ætli það verði ekki tilbúin grænmetissúpa úr súpermarkaðinum eins og svo oft á virkum dögum :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: