BBB

23/03/2012

Drykkir

Það hefur myndast sú föstudagshefð hjá okkur hjónunum að fá okkur nautasteik og salat á föstudagskvöldum. Þetta er reyndar eitthvað sem við gerðum þokkalega oft heima á Íslandi en eftir að við fluttum út er þetta frekar orðin regla en undartekning.

Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema nú er ég farin að venja mig á það að gera líka pre-dinner drykk á föstudagskvöldum og reyni að gera eitthvað nýtt í hvert sinn. Það er auðvelt að prófa sig áfram með drykki hér þar sem sterkt áfengi er hræódýrt.

Eins og ég hef oft minnst á þá er ég forfallinn margarítusjúklingur en í kvöld ákvað ég að bregða út af vananum og gera mér drykk úr bourbon viskíi. Nú hefur bróðir minn lengi reynt að kenna mér að drekka single malt viskí án nokkurs árangurs en það er pínu kaldhæðnislegt að þó ég kunni ekki að meta það þá finnst mér allir bourbon blandaðir drykkir alveg unaðslegir.

Ég kýs að kalla drykk kvöldsins BBB en það vísar í brómber, basil og bourbon!

Í drykkinn þarf:

30 ml bourbon
1 lime
1 tsk agave sýróp
4 brómber
2 basillauf

Setjið þrjú brómber í botninn á litlu glasi og látið 1 tsk af agave sýrópi út í. Athugið að ég vil ekki hafa drykkinn mjög sætan svo sumir myndu kannski vilja tvöfalda magnið. Einnig væri eflaust frábært að nota hrásykur í stað agave sýróps

Rífið basillaufin út í og merjið allt saman. Best væri að nota mortél en ég er eldhúsáhaldaheft svo ég notaði sleifarskaft!

Skerið lime í tvennt og kreistið það út í.

Setjið 30 ml (2 msk) af bourbon í kokkteilhristara með sirka 6 klökum. Shake shake shake! Hellið í glasið og skreytið með fjórða brómberinu og litlu basillaufi. Namm.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “BBB”

  1. Sverrir Says:

    Enda er single malt allt annað en bourbon!
    Slíkt er ekki hægt að bera saman.

    Flott blogg annars.

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: